Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 21:57
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Greenwood og Diogo Jota með sýningu
Rangers og Roma komust áfram - Gladbach úr leik
James Garner vann boltann og Greenwood skoraði annað mark leiksins.
James Garner vann boltann og Greenwood skoraði annað mark leiksins.
Mynd: Getty Images
Diogo Jota kom af bekknum og var búinn að skora þrjú tæpum stundarfjórðungi síðar.
Diogo Jota kom af bekknum og var búinn að skora þrjú tæpum stundarfjórðungi síðar.
Mynd: Getty Images
Alfredo Morelos er markamaskína hjá Rangers.
Alfredo Morelos er markamaskína hjá Rangers.
Mynd: Getty Images
Borussia Mönchengladbach datt úr leik á heimavelli gegn Basaksehir.
Borussia Mönchengladbach datt úr leik á heimavelli gegn Basaksehir.
Mynd: Getty Images
Irfan Can Kahveci gerði jöfnunarmark Basaksehir í Mönhengladbach.
Irfan Can Kahveci gerði jöfnunarmark Basaksehir í Mönhengladbach.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Evrópudeildarinnar er lokið og eru öll ensku liðin komin áfram. Manchester United og Wolves unnu sína leiki í kvöld 4-0 á heimavelli.

Man Utd fékk AZ Alkmaar í heimsókn en Albert Guðmundsson hefur verið að glíma við meiðsli og var ekki í hóp. Liðin mættust í úrslitaleik um toppsæti riðilsins.

Fyrri hálfleikurinn var jafn en Rauðu djöflarnir sýndu gæðamuninn á liðunum og skoruðu fjögur mörk eftir leikhlé. Mason Greenwood setti tvö, Ashley Young eitt og Juan Mata skoraði úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Greenwood innan teigs.

Nákvæmlega það sama var uppi á teningnum í Wolverhampton þar sem staðan var markalaus í hálfleik hjá Wolves og Besiktas.

Diogo Jota kom inn af bekknum í síðari hálfleik og skoraði þrennu á ellefu mínútum. Leander Dendoncker skoraði á milli marka Jota og lokatölur 4-0. Wolves endar í öðru sæti riðilsins, stigi á eftir Braga sem lagði Slovan Bratislava að velli í Slóvakíu.

Lærisveinar Steven Gerrard í Rangers komust þá uppúr G-riðil og enda í öðru sæti, einu stigi eftir Porto sem sigraði Feyenoord í kvöld.

Alfredo Morelos gerði eina mark heimamanna gegn Young Boys þar sem heimamenn hefðu hæglega getað bætt einu marki eða tveimur við. Gestirnir jöfnuðu undir lokin þegar Borna Barisic varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net er hann fór fyrir stórhættulega sendingu tvo metra frá marklínunni.

AS Roma gerði þá jafntefli á heimavelli gegn Wolfsberger á meðan Borussia Mönchengladbach tapaði óvænt fyrir Basaksehir.

Tyrkirnir vinna J-riðilinn óvænt og endar Roma í öðru sæti, einu stigi fyrir ofan Gladbach sem trónir á toppi þýsku deildarinnar sem stendur.

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA Moskvu sem lagði Espanyol á útivelli. Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 78. mínútu.

Þetta var eini sigur CSKA í riðlakeppninni í ár og endar liðið á botni riðilsins. Espanyol vann riðilinn með þriggja stiga mun á besta liði búlgarska boltans, Ludogorets.

Þá lék Rúnar Már Sigurjónsson fyrstu 85 mínúturnar í 4-1 tapi FC Astana gegn Partizan í Belgrad. Astana endar á botni L-riðils með þrjú stig. Partizan endar með átta stig.

G-riðill:
Porto 3 - 2 Feyenoord
1-0 Luis Diaz ('14 )
2-0 Tyrell Malacia ('15 , sjálfsmark)
2-1 Eric Botteghin ('19 )
2-2 Sam Larsson ('22 )
3-2 T. Soares ('33 )

Rangers 1 - 1 Young Boys
1-0 Alfredo Morelos ('30 )
1-1 Borna Barisic ('89 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Ryan Jack, Rangers ('90)



H-riðill:
Ludogorets 1 - 1 Ferencvaros
1-0 Jody Lukoki ('24 )
1-1 Nikolai Signevich ('90 )

Espanyol 0 - 1 CSKA
0-1 Nikola Vlasic ('84 )



I-riðill:
Wolfsburg 1 - 0 Saint-Etienne
1-0 Paulo Otavio ('52 )

Gent 2 - 1 Oleksandria
1-0 Laurent Depoitre ('7 )
2-0 Laurent Depoitre ('16 )
2-1 Denis Miroshnichenko ('54 )



J-riðill:
Roma 2 - 2 Wolfsberger AC
1-0 Diego Perotti ('7 , víti)
1-1 Alessandro Florenzi ('10 , sjálfsmark)
2-1 Edin Dzeko ('19 )
2-2 Shon Weissman ('64 )

Borussia M. 1 - 2 Istanbul Basaksehir
1-0 Marcus Thuram ('32 )
1-1 Irfan Can Kahveci ('44 )
1-2 Enzo Crivelli ('90 )



K-riðill:
Wolves 4 - 0 Besiktas
1-0 Diogo Jota ('57 )
2-0 Diogo Jota ('63 )
3-0 Leander Dendoncker ('67 )
4-0 Diogo Jota ('68 )

Slovan Bratislava 2 - 4 Braga
1-0 Andraz Sporar ('42 )
1-1 Rui Fonte ('44 )
2-1 Moha ('70 )
2-2 Francisco Trincao ('72 )
2-3 Vasil Bozhikov ('75 , sjálfsmark)
2-4 Paulinho ('90 )



L-riðill:
Manchester Utd 4 - 0 AZ Alkmaar
1-0 Ashley Young ('53 )
2-0 Mason Greenwood ('58 )
3-0 Juan Mata ('62 , víti)
4-0 Mason Greenwood ('64 )

Partizan 4 - 1 Astana
1-0 Seydouba Soumah ('4 )
2-0 Umar Sadiq ('22 )
3-0 Takuma Asano ('26 )
4-0 Umar Sadiq ('76 )
4-1 Dorin Rotariu ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner