Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 13. maí 2022 11:54
Elvar Geir Magnússon
McClaren verður í þjálfarateymi Man Utd
Steve McClaren verður í þjálfarateymi Erik ten Hag hjá Manchester United en undanfarnar vikur hafa viðræður verið milli hans, Ten Hag og félagsins.

McClaren þekkir vel til hjá United en hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson 1999-2001.

McClaren réði Ten Hag sem aðstoðarmann sinn þegar hann stýrði Twente 2008-09 tímabilið. Liðið hafnaði í öðru sæti og vann svo sinn fyrsta Hollandsmeistaratitil undir stjórn McClaren tímabilið eftir.

McClaren stýrði Middlesbrough til sigurs í deildabikarnum 2004 en hann var í fimm ár hjá félaginu meðfram því að vera aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu.

McClaren stýrði enska landsliðinu frá 2006-2007 og hefur einnig stýrt Wolfsburg, Nottingham Forest, Derby (tvívegis) og Newcastle.

Áður hafði United gert samkomulag við Mitchell van der Gaag, aðstoðarmann Ten Hag hjá Ajax, um að hann myndi fylgja honum á Old Trafford.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner