
Þórsarar frá Akureyri tryggðu sig upp í Bestu deild karla í dag með 1-2 sigri á Þrótti en um var að ræða úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni. Sigfús Fannar Gunnarsson braut ísinn og skoraði fyrsta mark Þórs í leiknum og kom það fáum á óvart, enda verið einn allra besti leikmaður Lengjudeildarinnar.
„Ég fór bara í eitthvað 'blackout' einhvern veginn, hljóp bara að áhorfendum og gerði bara eitthvað. Ég var búinn að lofa öllum fögnum og allt. Ég gerði bara eitthvað," sagði Sigfús Fannar Gunnarsson um markið hans í leiknum.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 2 Þór
Sigfús Fannar fagnaði þó markinu vel og innilega og heiðraði þar minningu ömmu sinnar í fagninu og að sjálfsögðu náði Hafliði Breiðfjörð því á myndavélina.
„Þetta er amma mín sem lést í fyrra. Þetta var mark fyrir hana. Þetta var fyrir hana."
Sigfús Fannar Gunnarsson endar þetta tímabil sem næstmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar og kórónar það með marki í úrslitaleiknum sjálfum.
„Þetta er geggjað. Þetta er bara sjálfstraustið og að halda bara áfram og áfram. Ég þarf að fara setja fleiri en eitt mark alltaf í leik. Það væri fínt að fara setja 2-3 mörk einhvern tímann."
Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum að ofan.