Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. janúar 2020 11:08
Magnús Már Einarsson
Berglind Björg á leið til AC Milan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá AC Milan um að fá framherjann Berglindi Björg Þorvaldsdóttur á láni fram í maí.

Þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.

Berglind Björg fór og skoðaði aðstæður hjá AC Milan á dögunum en hún er nú á leið í viðræður við félagið.

Ef Berglind nær samkomulagi verður hún á láni hjá AC Milan þar til keppni í Pepsi Max-deildinni hefst í vor.

Síðastliðinn vetur lék Berglind á láni hjá PSV Eindhoven í Hollandi en hún lék einnig með Verona á Ítalíu árið 2017.

Berglind var markahæst í Pepsi Max-deild kvenna síðastliðið sumar með sextán mörk en fleiri félög í Evrópu hafa sýnt henni áhuga að undanförnu.

AC Milan er í 4. sæti í Serie A, fjórum stigum á eftir Roma, fimm stigum á eftir Fiorentina og ellefu stigum á eftir toppliði Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner