Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. maí 2020 11:42
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Guðni telur ólíklegt að ensk lið komi í æfingaferðir til Íslands
Guðni fær sér kaffisopa.
Guðni fær sér kaffisopa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í morgun var fjallað um að þreifingar hafi átt sér stað varðandi mögulegar æfingaferðir enskra félaga til Íslands áður en enska úrvalsdeildin kemst aftur af stað.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, telur ólíklegt að af þessu verði.

„Ég veit svo sem ekki hvort ein­hver fé­lög hafi hug á því að koma hingað og æfa. Ég get í raun ekki sagt að það sé í ein­hverri bíg­erð og maður sér ýmsa ann­marka á því. Það velt­ur á mörgu, meðal ann­ars ástandi í viðkom­andi lönd­um og sótt­kvíar­úr­ræðum líka. Það þarf ým­is­legt að ger­ast til þess að þetta verði að veru­leika og eins og staðan er núna þá tel ég það frek­ar ólík­legt að af þessu verði," segir Guðni í samtali við mbl.is.

„Vissu­lega yrði áhuga­vert að fá þessi lið hingað til lands en þetta eru ekk­ert meira en vanga­velt­ur eins og staðan er í dag. Aðild­ar­fé­lög­in hér á landi þyrftu líka að koma að þessu á ein­hvern hátt og gefa eft­ir sína aðstöðu. Við þyrft­um líka að skoða öll sótt­varna­úr­ræði þannig að það er að mörgu að huga ef þetta færi eitt­hvað lengra."
Athugasemdir
banner
banner