Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   sun 14. júní 2020 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán: Byrjunarliðið eingöngu af Norðurlandi
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ótrúlega súrt að fá á sig þrjú mörk og þegar þú færð á þig þrjú mörk þá verður þetta erfitt," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, eftir 3-1 tap gegn ÍA í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar þennan sunnudaginn.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  1 KA

„Ég er hins vegar ánægður með 60-70 prósent af frammistöðu sem við settum upp. Við komumst yfir og fáum frábærar stöður í fyrri hálfleik til að bæta við, en í staðinn jafnar Skaginn og leikurinn verður jafnari fyrir vikið. Við vorum að elta eftir þetta glæsilega mark sem kemur þeim yfir og vítið sem við gefum, það drepur okkur," sagði Óli Stefán.

Það vantaði erlendu leikmennina í lið KA, þá Mikkel Qvist, Jibril Abubakar og Rodrigo Gomes Mateo.

„Mikkel Qvist fékk tak í lærið, Rodrigo fær sýkingu og leggst inn á sjúkrahús með sýkalyf í æð. Hann er að stíga til baka núna. Jibril fær pínu tak í lærið og Guðmundur Steinn er ekki kominn með leikheimild. Þetta eru kandídatar sem munu hjálpa okkur, en hitt er annað mál að það voru yngri strákar sem stimpluðu sig vel inn í dag. Við erum að setja inn ótrúlega marga KA-leikmenn og byrjunarliðið í dag er eingöngu af Norðurlandinu. Það er það sem við höfum verið að byggja upp."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner