Eyjakonan Cloé Lacasse hefur yfirgefið herbúðir enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal.
Hún er búin að skrifa undir samning hjá Utah Royals í Bandaríkjunum. Hún skrifar undir samning hjá Utah til ársins 2027.
Hún er búin að skrifa undir samning hjá Utah Royals í Bandaríkjunum. Hún skrifar undir samning hjá Utah til ársins 2027.
Cloe, sem er 31 árs, var aðeins í eitt ár hjá Arsenal en hún skoraði fimm mörk og lagði upp tvö í 23 leikjum.
Cloe raðaði inn mörkunum með ÍBV hér á landi áður en hún skipti yfir til Benfica árið 2019. Hún var einn öflugasti leikmaður efstu deildar kvenna áður en hún fór út. Á þeim tíma sem hún spilaði hérna þá fékk hún íslenskan ríkisborgararétt en hún gat ekki spilað með íslenska landsliðinu þar sem hún uppfyllti ekki kröfur FIFA til þess að spila með Íslandi.
Cloe byrjaði að spila með landsliði Kanada árið 2022 og lék með þeim á Ólympíuleikunum í sumar.
Athugasemdir