Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   mið 14. ágúst 2024 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Maggi ánægður með karakterinn og trúna: Við erum að eflast
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Lengjudeildinni, var ánægður með karakterinn í liðinu eftir 3-1 sigurinn á Dalvík/Reyni í kvöld.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  3 Afturelding

Afturelding var með ágætis yfirburði á Dalvík. Liðið komst snemma yfir en fékk á sig mark snemma í síðari hálfleiknum.

Gestirnir svöruðu strax með tveimur mörkum frá Aroni Jóhannssyni og sigldu sigrinum heim.

„Algjörlega. Eina sem ég er ósáttur við er þetta mark sem við fáum á okkur það var algjör óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn á þeim tímapunkti. Mér fannst við betri heilt yfir og allan tímann. Við fengum talsvert fleiri færi. Hefði viljað halda hreinu en 'credit' á strákana í 1-1 stöðunni að stíga aftur upp og koma sér fljótlega í 3-1. Maður var nokkuð rólegur eftir það.“

„Það var það sem ég var ánægður með, karakterinn og trúin að halda áfram. Við erum öflugir í lok leikja og sýndum það í dag með því að setja tvö mörk. Við hefðum jafnvel getað sett fleiri í restina, þetta var orðið svolítið slitið í lokin á báða bóga. Keppni í 5 á 5 einhvern veginn, bæði sóknarlega og varnarlega, en frábær sigur að koma hingað á erfiðan útivöll. Dalvíkingar verið á góðu rönni og vel skipulagðir með hörkulið. Þetta var gríðarlega öflugt að ná að vinna þetta í dag.“


Afturelding komst í umspil Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili og var í raun grátlega nálægt þvi að fara beint upp í Bestu deildina, en þetta tímabil hefur verið þeim erfiðara. Það er í baráttu um að komast í umspil, en lokakaflinn þarf að vera gríðarlega góður til þess að það sé möguleiki að komast þangað.

„Við erum að fara inn í lokakaflann á mótinu, erum að eflast og búnir að vera góðir undanfarið. Við horfum bjartsýnir fram veginn og það sem er búið er búið. Það breytir engu núna, þannig núna er að sækja þau stig sem eftir eru í pottinum og negla á þetta,“ sagði Magnús í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir