Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mið 14. ágúst 2024 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Maggi ánægður með karakterinn og trúna: Við erum að eflast
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Lengjudeildinni, var ánægður með karakterinn í liðinu eftir 3-1 sigurinn á Dalvík/Reyni í kvöld.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  3 Afturelding

Afturelding var með ágætis yfirburði á Dalvík. Liðið komst snemma yfir en fékk á sig mark snemma í síðari hálfleiknum.

Gestirnir svöruðu strax með tveimur mörkum frá Aroni Jóhannssyni og sigldu sigrinum heim.

„Algjörlega. Eina sem ég er ósáttur við er þetta mark sem við fáum á okkur það var algjör óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn á þeim tímapunkti. Mér fannst við betri heilt yfir og allan tímann. Við fengum talsvert fleiri færi. Hefði viljað halda hreinu en 'credit' á strákana í 1-1 stöðunni að stíga aftur upp og koma sér fljótlega í 3-1. Maður var nokkuð rólegur eftir það.“

„Það var það sem ég var ánægður með, karakterinn og trúin að halda áfram. Við erum öflugir í lok leikja og sýndum það í dag með því að setja tvö mörk. Við hefðum jafnvel getað sett fleiri í restina, þetta var orðið svolítið slitið í lokin á báða bóga. Keppni í 5 á 5 einhvern veginn, bæði sóknarlega og varnarlega, en frábær sigur að koma hingað á erfiðan útivöll. Dalvíkingar verið á góðu rönni og vel skipulagðir með hörkulið. Þetta var gríðarlega öflugt að ná að vinna þetta í dag.“


Afturelding komst í umspil Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili og var í raun grátlega nálægt þvi að fara beint upp í Bestu deildina, en þetta tímabil hefur verið þeim erfiðara. Það er í baráttu um að komast í umspil, en lokakaflinn þarf að vera gríðarlega góður til þess að það sé möguleiki að komast þangað.

„Við erum að fara inn í lokakaflann á mótinu, erum að eflast og búnir að vera góðir undanfarið. Við horfum bjartsýnir fram veginn og það sem er búið er búið. Það breytir engu núna, þannig núna er að sækja þau stig sem eftir eru í pottinum og negla á þetta,“ sagði Magnús í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner