Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
   mið 14. ágúst 2024 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Maggi ánægður með karakterinn og trúna: Við erum að eflast
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Lengjudeildinni, var ánægður með karakterinn í liðinu eftir 3-1 sigurinn á Dalvík/Reyni í kvöld.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  3 Afturelding

Afturelding var með ágætis yfirburði á Dalvík. Liðið komst snemma yfir en fékk á sig mark snemma í síðari hálfleiknum.

Gestirnir svöruðu strax með tveimur mörkum frá Aroni Jóhannssyni og sigldu sigrinum heim.

„Algjörlega. Eina sem ég er ósáttur við er þetta mark sem við fáum á okkur það var algjör óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn á þeim tímapunkti. Mér fannst við betri heilt yfir og allan tímann. Við fengum talsvert fleiri færi. Hefði viljað halda hreinu en 'credit' á strákana í 1-1 stöðunni að stíga aftur upp og koma sér fljótlega í 3-1. Maður var nokkuð rólegur eftir það.“

„Það var það sem ég var ánægður með, karakterinn og trúin að halda áfram. Við erum öflugir í lok leikja og sýndum það í dag með því að setja tvö mörk. Við hefðum jafnvel getað sett fleiri í restina, þetta var orðið svolítið slitið í lokin á báða bóga. Keppni í 5 á 5 einhvern veginn, bæði sóknarlega og varnarlega, en frábær sigur að koma hingað á erfiðan útivöll. Dalvíkingar verið á góðu rönni og vel skipulagðir með hörkulið. Þetta var gríðarlega öflugt að ná að vinna þetta í dag.“


Afturelding komst í umspil Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili og var í raun grátlega nálægt þvi að fara beint upp í Bestu deildina, en þetta tímabil hefur verið þeim erfiðara. Það er í baráttu um að komast í umspil, en lokakaflinn þarf að vera gríðarlega góður til þess að það sé möguleiki að komast þangað.

„Við erum að fara inn í lokakaflann á mótinu, erum að eflast og búnir að vera góðir undanfarið. Við horfum bjartsýnir fram veginn og það sem er búið er búið. Það breytir engu núna, þannig núna er að sækja þau stig sem eftir eru í pottinum og negla á þetta,“ sagði Magnús í lokin.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 21 11 5 5 49 - 26 +23 38
2.    Fjölnir 21 10 7 4 34 - 24 +10 37
3.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
4.    ÍR 21 9 8 4 30 - 25 +5 35
5.    Afturelding 21 10 3 8 36 - 36 0 33
6.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
7.    Þróttur R. 21 7 6 8 32 - 29 +3 27
8.    Leiknir R. 21 8 3 10 32 - 33 -1 27
9.    Grindavík 21 6 7 8 38 - 44 -6 25
10.    Þór 21 5 8 8 30 - 37 -7 23
11.    Grótta 21 4 4 13 30 - 48 -18 16
12.    Dalvík/Reynir 21 2 7 12 21 - 44 -23 13
Athugasemdir
banner
banner