Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   mið 14. ágúst 2024 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Maggi ánægður með karakterinn og trúna: Við erum að eflast
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Lengjudeildinni, var ánægður með karakterinn í liðinu eftir 3-1 sigurinn á Dalvík/Reyni í kvöld.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  3 Afturelding

Afturelding var með ágætis yfirburði á Dalvík. Liðið komst snemma yfir en fékk á sig mark snemma í síðari hálfleiknum.

Gestirnir svöruðu strax með tveimur mörkum frá Aroni Jóhannssyni og sigldu sigrinum heim.

„Algjörlega. Eina sem ég er ósáttur við er þetta mark sem við fáum á okkur það var algjör óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn á þeim tímapunkti. Mér fannst við betri heilt yfir og allan tímann. Við fengum talsvert fleiri færi. Hefði viljað halda hreinu en 'credit' á strákana í 1-1 stöðunni að stíga aftur upp og koma sér fljótlega í 3-1. Maður var nokkuð rólegur eftir það.“

„Það var það sem ég var ánægður með, karakterinn og trúin að halda áfram. Við erum öflugir í lok leikja og sýndum það í dag með því að setja tvö mörk. Við hefðum jafnvel getað sett fleiri í restina, þetta var orðið svolítið slitið í lokin á báða bóga. Keppni í 5 á 5 einhvern veginn, bæði sóknarlega og varnarlega, en frábær sigur að koma hingað á erfiðan útivöll. Dalvíkingar verið á góðu rönni og vel skipulagðir með hörkulið. Þetta var gríðarlega öflugt að ná að vinna þetta í dag.“


Afturelding komst í umspil Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili og var í raun grátlega nálægt þvi að fara beint upp í Bestu deildina, en þetta tímabil hefur verið þeim erfiðara. Það er í baráttu um að komast í umspil, en lokakaflinn þarf að vera gríðarlega góður til þess að það sé möguleiki að komast þangað.

„Við erum að fara inn í lokakaflann á mótinu, erum að eflast og búnir að vera góðir undanfarið. Við horfum bjartsýnir fram veginn og það sem er búið er búið. Það breytir engu núna, þannig núna er að sækja þau stig sem eftir eru í pottinum og negla á þetta,“ sagði Magnús í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner