PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   mið 14. ágúst 2024 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Maggi ánægður með karakterinn og trúna: Við erum að eflast
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Lengjudeildinni, var ánægður með karakterinn í liðinu eftir 3-1 sigurinn á Dalvík/Reyni í kvöld.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 1 -  3 Afturelding

Afturelding var með ágætis yfirburði á Dalvík. Liðið komst snemma yfir en fékk á sig mark snemma í síðari hálfleiknum.

Gestirnir svöruðu strax með tveimur mörkum frá Aroni Jóhannssyni og sigldu sigrinum heim.

„Algjörlega. Eina sem ég er ósáttur við er þetta mark sem við fáum á okkur það var algjör óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn á þeim tímapunkti. Mér fannst við betri heilt yfir og allan tímann. Við fengum talsvert fleiri færi. Hefði viljað halda hreinu en 'credit' á strákana í 1-1 stöðunni að stíga aftur upp og koma sér fljótlega í 3-1. Maður var nokkuð rólegur eftir það.“

„Það var það sem ég var ánægður með, karakterinn og trúin að halda áfram. Við erum öflugir í lok leikja og sýndum það í dag með því að setja tvö mörk. Við hefðum jafnvel getað sett fleiri í restina, þetta var orðið svolítið slitið í lokin á báða bóga. Keppni í 5 á 5 einhvern veginn, bæði sóknarlega og varnarlega, en frábær sigur að koma hingað á erfiðan útivöll. Dalvíkingar verið á góðu rönni og vel skipulagðir með hörkulið. Þetta var gríðarlega öflugt að ná að vinna þetta í dag.“


Afturelding komst í umspil Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili og var í raun grátlega nálægt þvi að fara beint upp í Bestu deildina, en þetta tímabil hefur verið þeim erfiðara. Það er í baráttu um að komast í umspil, en lokakaflinn þarf að vera gríðarlega góður til þess að það sé möguleiki að komast þangað.

„Við erum að fara inn í lokakaflann á mótinu, erum að eflast og búnir að vera góðir undanfarið. Við horfum bjartsýnir fram veginn og það sem er búið er búið. Það breytir engu núna, þannig núna er að sækja þau stig sem eftir eru í pottinum og negla á þetta,“ sagði Magnús í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner