Stjarnan lagði Fylki af velli á Samsung vellinum í dag og var þetta aðeins annar heimasigur Íslandsmeistaranna í deildinni í sumar.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum, enda stjórnuðu þeir honum frá upphafi til enda.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum, enda stjórnuðu þeir honum frá upphafi til enda.
„Við vorum nokkuð góðir í þessum leik, bara svona solid leikur fannst mér, við réðum þessu frá A til Ö. Fylkismenn fengu ekki færi í þessum leik held ég," sagði Rúnar Páll eftir sigurinn.
Pablo Punyed gerði eina mark leiksins með laglegu skoti beint úr aukaspyrnu og segist Rúnar Páll hafa verið að bíða eftir marki frá honum í einhvern tíma.
„Jájá, Pablo setti hann nú loksins, hann er búinn að fá aldeilis tækifæri til þess í sumar. Frábært mark og vel gert hjá honum.
„Við áttum að nýta betur þessar sóknir okkar, það vantaði herslumuninn að setja fleiri mörk. Maður er alltaf hræddur við að missa stigin þegar staðan er 1-0 og þeir byrja að dæla háum boltum inná teiginn, við höfum fengið þannig mörk á okkur í sumar.
„Ég er mjög ánægður með að hafa landað okkar öðrum heimasigri í sumar, það er mjög gott fyrir okkur sjálfa og fólkið okkar, loksins. Það eru níu stig eftir og við ætlum að reyna að sækja þau öll. Við ættum að geta gert það með svona spilamennsku."
Athugasemdir























