Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 14. september 2015 22:08
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Páll: Pablo setti hann nú loksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan lagði Fylki af velli á Samsung vellinum í dag og var þetta aðeins annar heimasigur Íslandsmeistaranna í deildinni í sumar.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum, enda stjórnuðu þeir honum frá upphafi til enda.

„Við vorum nokkuð góðir í þessum leik, bara svona solid leikur fannst mér, við réðum þessu frá A til Ö. Fylkismenn fengu ekki færi í þessum leik held ég," sagði Rúnar Páll eftir sigurinn.

Pablo Punyed gerði eina mark leiksins með laglegu skoti beint úr aukaspyrnu og segist Rúnar Páll hafa verið að bíða eftir marki frá honum í einhvern tíma.

„Jájá, Pablo setti hann nú loksins, hann er búinn að fá aldeilis tækifæri til þess í sumar. Frábært mark og vel gert hjá honum.

„Við áttum að nýta betur þessar sóknir okkar, það vantaði herslumuninn að setja fleiri mörk. Maður er alltaf hræddur við að missa stigin þegar staðan er 1-0 og þeir byrja að dæla háum boltum inná teiginn, við höfum fengið þannig mörk á okkur í sumar.

„Ég er mjög ánægður með að hafa landað okkar öðrum heimasigri í sumar, það er mjög gott fyrir okkur sjálfa og fólkið okkar, loksins. Það eru níu stig eftir og við ætlum að reyna að sækja þau öll. Við ættum að geta gert það með svona spilamennsku."

Athugasemdir
banner
banner