Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 14. september 2019 17:15
Ester Ósk Árnadóttir
Sveinn Óli: Við ætlum að halda okkur uppi
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta datt svolítið fyrir okkur í fyrri hálfleik. Þetta var bardagi. Við náum þessum tveimur mörkum og það gaf okkur sjálfstraust. Við þurftum það svolítið í dag," sagði Sveinn Óli fyrirliði Magna eftir sigur á Þrótti á Grenivíkurvelli í dag.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  1 Þróttur R.

„Við vissum að þeir væru að koma úr erfiðu prógrammi ekki búnir að vinna leik lengi. Við ætluðum svolítið að þjarma að þeim og það gekk."

Lið Magna féll niður í síðari hálfleik og Þróttur pressaði þá og uppskáru mark á 89 mínútu.

„Þetta gerist einhvern veginn alltaf. Við dettum aðeins niður og þeir fá mómentið með sér. Hjartað sló aðeins hraðar í 2-1 en það var mjög gott að skora þriðja markið og afgreiða þetta."

Magna hefur gengið vel á seinni hluta tímabilsins og náð í 9 stig úr síðustu 5 leikjum.

„Það koma ferskir vindar inn í þetta. Við ákveðum að taka okkur taki sjálfir. VIð ætluðum alltaf að gera betur, það var svolítið þungt yfir okkur. Við náum fyrsta sigri snemma með nýjum þjálfara og þetta spinnst einhvern veginn saman."

Síðasti leikur Magna er á móti Þór. Fyrir þann leik er Magni í 10 sæti með 22 stig.

„Þetta hafa verið mjög skemmtilegir leikir hjá Þór og Magna hingað til þannig að ég er bara spenntur að fá að taka þátt í því. Við ætlum að halda okkur uppi, það er ekki spurning."

VIðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner