Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   lau 14. september 2019 17:15
Ester Ósk Árnadóttir
Sveinn Óli: Við ætlum að halda okkur uppi
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta datt svolítið fyrir okkur í fyrri hálfleik. Þetta var bardagi. Við náum þessum tveimur mörkum og það gaf okkur sjálfstraust. Við þurftum það svolítið í dag," sagði Sveinn Óli fyrirliði Magna eftir sigur á Þrótti á Grenivíkurvelli í dag.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  1 Þróttur R.

„Við vissum að þeir væru að koma úr erfiðu prógrammi ekki búnir að vinna leik lengi. Við ætluðum svolítið að þjarma að þeim og það gekk."

Lið Magna féll niður í síðari hálfleik og Þróttur pressaði þá og uppskáru mark á 89 mínútu.

„Þetta gerist einhvern veginn alltaf. Við dettum aðeins niður og þeir fá mómentið með sér. Hjartað sló aðeins hraðar í 2-1 en það var mjög gott að skora þriðja markið og afgreiða þetta."

Magna hefur gengið vel á seinni hluta tímabilsins og náð í 9 stig úr síðustu 5 leikjum.

„Það koma ferskir vindar inn í þetta. Við ákveðum að taka okkur taki sjálfir. VIð ætluðum alltaf að gera betur, það var svolítið þungt yfir okkur. Við náum fyrsta sigri snemma með nýjum þjálfara og þetta spinnst einhvern veginn saman."

Síðasti leikur Magna er á móti Þór. Fyrir þann leik er Magni í 10 sæti með 22 stig.

„Þetta hafa verið mjög skemmtilegir leikir hjá Þór og Magna hingað til þannig að ég er bara spenntur að fá að taka þátt í því. Við ætlum að halda okkur uppi, það er ekki spurning."

VIðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner