Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 14. september 2019 17:15
Ester Ósk Árnadóttir
Sveinn Óli: Við ætlum að halda okkur uppi
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta datt svolítið fyrir okkur í fyrri hálfleik. Þetta var bardagi. Við náum þessum tveimur mörkum og það gaf okkur sjálfstraust. Við þurftum það svolítið í dag," sagði Sveinn Óli fyrirliði Magna eftir sigur á Þrótti á Grenivíkurvelli í dag.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  1 Þróttur R.

„Við vissum að þeir væru að koma úr erfiðu prógrammi ekki búnir að vinna leik lengi. Við ætluðum svolítið að þjarma að þeim og það gekk."

Lið Magna féll niður í síðari hálfleik og Þróttur pressaði þá og uppskáru mark á 89 mínútu.

„Þetta gerist einhvern veginn alltaf. Við dettum aðeins niður og þeir fá mómentið með sér. Hjartað sló aðeins hraðar í 2-1 en það var mjög gott að skora þriðja markið og afgreiða þetta."

Magna hefur gengið vel á seinni hluta tímabilsins og náð í 9 stig úr síðustu 5 leikjum.

„Það koma ferskir vindar inn í þetta. Við ákveðum að taka okkur taki sjálfir. VIð ætluðum alltaf að gera betur, það var svolítið þungt yfir okkur. Við náum fyrsta sigri snemma með nýjum þjálfara og þetta spinnst einhvern veginn saman."

Síðasti leikur Magna er á móti Þór. Fyrir þann leik er Magni í 10 sæti með 22 stig.

„Þetta hafa verið mjög skemmtilegir leikir hjá Þór og Magna hingað til þannig að ég er bara spenntur að fá að taka þátt í því. Við ætlum að halda okkur uppi, það er ekki spurning."

VIðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner