Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mán 14. október 2024 22:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sverrir Ingi: Dómgæslan yfirleitt ekki með Íslendingum í liði
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur að tapa. Það var óþarfi að tapa þessum leik," sagði Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins, eftir 2-4 tap gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Það var mikið talað um dómgæsluna eftir leikinn en hún var vafalaust skrítin.

„Ég var nú bara að sjá atvikið þegar Orri á skot og hann ver á línunni. Hann gerir sig stærri með hendinni. Hann er búinn að dæma vítaspyrnur eftir hendi fyrir þá og mér fannst þetta skrítin ákvörðun vægast sagt. Við eigum líklega að fá víti og rautt spjald á þá. Ég held að dómgæslan sé yfirleitt ekki með okkur Íslendingum í liði."

„Við þurfum samt sem áður að læra af þessu. Það er algjör óþarfi að fá á okkur fjögur mörk. Það á að vera nóg að skora tvö gegn Tyrklandi," segir Sverrir.

„Við erum oft með góða frammistöðu en við erum ekki að sækja stig í takt við frammistöðuna. Það er vissulega svekkjandi. Tyrkirnir eru með hörkulið og þeir voru í undanúrslitum á EM. En þegar þú skorar tvö mörk á heimavelli, þá á það að vera nóg. Við þurfum að laga til í varnarleiknum."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner