Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 14. desember 2020 14:42
Ungstirnin
Ísak Bergmann: Geggjað að draumaklúbburinn sé að fylgjast með manni
Ísak í leik með U21 landsliðinu.
Ísak í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef ekki hugmynd," segir Ísak Bergmann Jóhannesson um framtíð sína. Hinn 17 ára gamli Ísak hefur vakið gríðarlega athygli með Norrköping á þessu tímabili.

Ísak er í viðtali í hlaðvarpsþættinum „Ungstirnin" á Fótbolta.net en þar segist hann vera að hefja æfingar fyrir undirbúningstímabilið og framtíðin komi betur í ljós í janúar.

Ísak hefur verið orðaður við mörg stórlið en njósnarar frá mörgum félögum hafa mætt á leiki og fylgst með honum í ár. Ísak segir það lítið trufla sig.

„Það er fyrst og fremst mjög gaman að það sé að gerast. Ég spái voðalega lítið í því," sagði Ísak hógvær í þættinum.

„Þegar leikurinn byrjar er ég ekki að spá í því hvað er að gerast. Þegar maður sér fréttirnar eftir leikinn sér maður að þetta er svolítið flott. Það er geggjað að draumaklúbburinn United séð að fylgjast með manni. Það eru forréttindi en ég reyni að spá lítið í þessu."

Ísak var einnig spurður að því hvaða þjálfara hann væri helst til í að spila undir stjórn hjá? „Klopp og Guardiola eru þeir tveir bestu og svo er ég mjög hrifinn af því hvernig liðin hjá Nagelsmann spila. Hvernig hlaupagetan er og hvernig þeir spila og pressa er geggjað. Pochettino er líka flottur og margir aðrir."

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Ungstirnin - Ísak Bergmann er gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner