Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Benoný úr leik í umspilinu
Benoný spilaði síðustu fimmtán mínútur leiksins en fékk ekki tækifæri til að fara á punktinn í vítakeppninni
Benoný spilaði síðustu fimmtán mínútur leiksins en fékk ekki tækifæri til að fara á punktinn í vítakeppninni
Mynd: Aðsend
Benoný Breki Andrésson og félagar hans í Stockport County eru úr leik í C-deildar umspilinu á Englandi eftir að hafa tapað fyrir Leyton Orient í vítakeppni í undanúrslitum á Edgeley Park í kvöld.

Stockport og Leyton gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna á heimavelli Leyton og varð niðurstaðan sú sama eftir 90 mínútur og framlengingu í kvöld.

Benoný var kynntur til leiks á 106. mínútu í framlengingu og eftir innkomu hans fengu Stockport-menn nokkur færi til að klára einvígið, en þeim brást bogalistin og þurfti því vítakeppni til að knýja fram sigurvegara.

Stockport klikkaði á tveimur vítum á meðan Leyton skoraði úr öllum sínum og mun því Leyton mæta Charlton eða Wycombe í úrslitaleiknum á Wembley.

Svekkjandi niðurstaða hjá Benoný og Stockport sem munu leika áfram í C-deildinni á næstu leiktíð.

Benoný kom til Stockport frá KR um áramótin og skoraði 4 mörk í 11 deildarleikjum sínum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner