Arsenal hefur áhuga á Barcola - Mbeumo færist nær Man Utd - Konate hafnaði tilboði Liverpool
Konni: Menn þreyttir eftir síðasta leik
Jón Óli bjóst við að vera í efstu þremur sætunum
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Maggi: Ef þú ferð að einbeita þér að töflunni þá fer allt í köku
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mosfellingar létu vel í sér heyra í Eyjum - „Besti bærinn á jörðinni"
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
   mið 14. maí 2025 20:30
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkings Ó.
Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkings Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í raun bara léleg byrjun. Við fáum á okkur mark eftir tvær mínútur og svo annað eftir tíu og í stöðunni 4-2 þá er þetta bara orðið erfitt.“ Sagði Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkinga eftir 5-2 tap hans mann gegn Keflvík fyrr í kvöld um það hvað gerði útslagið í leiknum eftir að liðin höfðu gengið jöfn 2-2 til búningsherbergja í hálfleik. Brynjar var þó mjög ánægður með fyrri hálfleik sinna manna.

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  2 Víkingur Ó.

„Mér fannst við vera með yfirhöndina í fyrri hálfleik og ég lét þá vita í hálfleik að það væru tækifæri fyrir okkur að vinna þennan leik. En Keflavík bara setti í næsta gír og keyrði aðeins á okkur og verðskulduðu sigurinn. “

Framan af leik gekk leikplan Víkinga vel upp, Voru þeir þéttir til baka og nýttu hröð upphlaup vel.

„Við ætluðum að finna réttu augnablikin til þess að stíga upp á þá. Keflavík er bara mjög gott lið, eitt besta liðið í Lengjudeildinni og við þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því. Ákváðum að falla aðeins neðar. Eitthvað sem við erum kannski ekki vanir að gera en mér fannst það ganga vel.“

Nú þegar Mjólkurbikardraumur Víkinga er úti bíður þeirra hörð barátta í 2. deildinni. Markmið Brynjars og liðsins eru skýr.

„Við ætlum alla leið. Maður vill alltaf gera betur en árið áður og við vorum stigi frá þessu í fyrra. Við teljum okkur vera með gott lið,“

Sagði Brynjar en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan,
Athugasemdir
banner