Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Í svona bikarleikjum getur allt gerst
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
   mið 14. maí 2025 20:30
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkings Ó.
Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkings Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í raun bara léleg byrjun. Við fáum á okkur mark eftir tvær mínútur og svo annað eftir tíu og í stöðunni 4-2 þá er þetta bara orðið erfitt.“ Sagði Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkinga eftir 5-2 tap hans mann gegn Keflvík fyrr í kvöld um það hvað gerði útslagið í leiknum eftir að liðin höfðu gengið jöfn 2-2 til búningsherbergja í hálfleik. Brynjar var þó mjög ánægður með fyrri hálfleik sinna manna.

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  2 Víkingur Ó.

„Mér fannst við vera með yfirhöndina í fyrri hálfleik og ég lét þá vita í hálfleik að það væru tækifæri fyrir okkur að vinna þennan leik. En Keflavík bara setti í næsta gír og keyrði aðeins á okkur og verðskulduðu sigurinn. “

Framan af leik gekk leikplan Víkinga vel upp, Voru þeir þéttir til baka og nýttu hröð upphlaup vel.

„Við ætluðum að finna réttu augnablikin til þess að stíga upp á þá. Keflavík er bara mjög gott lið, eitt besta liðið í Lengjudeildinni og við þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því. Ákváðum að falla aðeins neðar. Eitthvað sem við erum kannski ekki vanir að gera en mér fannst það ganga vel.“

Nú þegar Mjólkurbikardraumur Víkinga er úti bíður þeirra hörð barátta í 2. deildinni. Markmið Brynjars og liðsins eru skýr.

„Við ætlum alla leið. Maður vill alltaf gera betur en árið áður og við vorum stigi frá þessu í fyrra. Við teljum okkur vera með gott lið,“

Sagði Brynjar en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan,
Athugasemdir
banner