
Ísland mætir Norður-Írlandi og Skotlandi í vináttulandsleikjum í júní og þeir stuðningsmenn sem hafa áhuga á miðum á leikinn þurfa að sækja um þá hjá KSÍ.
Ísland mætir Skotlandi á Hampden Park föstudaginn 6. júní og Norður-Írlandi á Windsor Park þriðjudaginn 10. júní. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:45 að staðartíma.
KSÍ hefur boðað til fréttamannafundar á morgun klukkan 13:15 þar sem hópurinn verður kynntur fyrir vináttuleikina.
Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson verður ekki með í verkefninu en hann hefur ekki spilað með Real Sociedad síðustu vikur vegna meiðsla.
Ísland mætir Skotlandi á Hampden Park föstudaginn 6. júní og Norður-Írlandi á Windsor Park þriðjudaginn 10. júní. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:45 að staðartíma.
KSÍ hefur boðað til fréttamannafundar á morgun klukkan 13:15 þar sem hópurinn verður kynntur fyrir vináttuleikina.
Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson verður ekki með í verkefninu en hann hefur ekki spilað með Real Sociedad síðustu vikur vegna meiðsla.
Landsliðsþjálfaraferill Arnars fór ekki vel af stað en Ísland tapaði gegn Kósovó í Þjóðadeildarumspilinu í mars og féll niður í C-deildina. Samtalsa tapaði Ísland einvíginu 2-5.
Ísland hefur leik í undankeppni HM í september en liðið er í erfiðum undanriðli ásamt Frakklandi, Úkraínu og Aserbaídsjan. Sigurliðið fer beint á HM en liðið í öðru sæti í umspil.
Það er nóg að gera í höfuðstöðvum KSÍ þessa dagana. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvenna kynnir í dag hóp kvennalandsliðsins fyrir leikina gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeild UEFA og í hádeginu á morgun verður dregið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Athugasemdir