Enski táningurinn Ethan Nwaneri mun klæðast nýju treyjunúmeri hjá Arsenal á næstu leiktíð.
Nwaneri er 18 ára gamall og skaust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2022 er hann varð yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar er hann kom inn á í leik gegn Brentford.
Hann fékk aðeins einn leik það tímabilið og það var sama sagan á síðasta tímabili.
Á þessu tímabili hefur hann spilað stærra hlutverk og fengið haug af mínútum ásamt því að skora níu mörk, en Arsenal bindur miklar vonir við Englendinginn.
Nwaneri hefur klæðst treyju númer 53 en félagið hefur nú verðlaunað hann með því að gefa honum nýtt treyjunúmer fyrir næstu leiktíð.
Hann mun klæðast treyju númer 22 sem David Raya hefur leikið í á þessu tímabili. Raya mun taka treyju númer 1.
Athugasemdir