Heimir Hallgrímsson er sannfærður um að Írland geti fetað í fótspor íslenska landsliðsins undir hans stjórn og komist á HM.
Samningur Heimis sem landsliðsþjálfari rennur út eftir komandi undankeppni HM og hann segir að dæma eigi verk hans eftir úrslitunum.
Samningur Heimis sem landsliðsþjálfari rennur út eftir komandi undankeppni HM og hann segir að dæma eigi verk hans eftir úrslitunum.
„Mín áætlun er að ná árangri og þá á maður ekki að tala öðruvísi. Við eigum alltaf að tala eins og við séum á leiðinni þangað. Auðvitað getur ýmislegt gerst á leiðinni, við getum orðið óheppnir í leikjum eða meiðsli en við ætlum okkur að ná árangri," segir Heimir.
„Við vitum öll að þetta er úrslitabransi en við ætlum okkur að fara á HM. Við erum ekki að hugsa um neitt annað."
„Hjá Íslandi vorum við ekki með bestu leikmennina, menn voru ekki að spila í sterkustu deildunum en við komumst á HM. Sú reynsla gefur mér von því ég sé mikil líkindi með þessum leikmannahópum, jafnvel þó leikmenn hér séu í sterkari liðum en var raunin með Íslandi. Ég trúi því að við eigum góða möguleika ef við stöndum saman, trúum og vinnum sem ein heild," segir Heimir.
Írland er að fara að mæta Senegal og Lúxemborg í vináttulandsleikjum í júní til að búa sig undir undankeppni HM þar sem Írar eru með Portúgal, Ungverjalandi og Armeníu í riðli.
„Ég veit að það hefur ekki verið mikið sjálfstraust í liðinu en við finnum að það er að aukast og síðasti gluggi var líklega okkar besti. Það er trú, sjálfstraust og orka í liðinu og vonandi heldur það áfram."
Athugasemdir