Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Dortmund kaupir sænskan landsliðsmann frá Nordsjælland (Staðfest)
Mynd: Borussia Dortmund
Sænski landsliðsmaðurinn Daniel Svensson er genginn alfarið í raðir Borussia Dortmund frá danska félaginu Nordsjælland, en hann hefur eytt síðustu mánuðum á láni hjá Dortmund.

Svensson, sem er 23 ára gamall, kom til Dortmund undir lok vetrargluggans og spilað 11 leiki í þýsku deildinni.

Kaupákvæði var sett í lánssamning Svensson sem Dortmund ákvað að virkja og hafa bæði félög staðfest kaup og sölu.

Dortmund er gríðarlega ánægt með frammistöðu Svensson síðustu mánuði.

„Frá fyrsta degi hefur Daniel staðist þær væntingar sem við gerðum til hans og rúmlega það. Hann hefur aðlagast hratt og bætt lið okkar mikið með frammistöðu sinni. Ákefð hans og sveigjanleiki hans hafa gefið okkur marga möguleiki og ofan á það er Daniel líka góður náungi og fyrirmyndar atvinnumaður. Það var rökrétt fyrir okkur að gera félagaskipti hans varanleg,“ sagði Sebastian Kehl, framkvæmdastjóri Dortmund.

Daniel hefur byrjað ellefu af þeim fimmtán leikjum sem hann hefur spilað með Dortmund í öllum keppnum á tímabilinu, en hann gerir samning við félagið til 2029.

Hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleik með Svíum í október á síðasta ári, en var ekki með í síðasta verkefni vegna meiðsla á hné.


Athugasemdir
banner