Liverpool er skrefi nær því að landa hollenska vængbakverðinum Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen.
Frimpong er 24 ára gamall og getur leyst allar stöðurnar hægra megin á vellinum.
Á dögunum var greint frá því að Liverpool væri í viðræðum við Bayer Leverkusen og Frimpong um möguleg félagaskipti, en þær virðast komnar langt á veg ef marka má orð Fabrizio Romano.
Liverpool er að ræða við föruneyti Frimpong um samningamál og eru þær viðræður komnar langt á veg. Bakvörðurinn er með 30 milljóna punda kaupákvæði í samningnum sem Liverpool mun virkja.
Frimpong er spenntur fyrir því að fara til Liverpool og segir Romano að það styttist í að aðilarnir nái samkomulagi um kaup og kjör.
Honum er ætlað að fylla skarðið sem Trent Alexander-Arnold mun skilja eftir sig en Englendingurinn yfirgefur Liverpool þegar samningur hans rennur út í næsta mánuði og mun ganga í raðir Real Madrid.
Hollendingurinn hefur komið að 74 mörkum í 190 leikjum sínum með Leverkusen síðustu fjögur ár en hann kom til félagsins frá skoska félaginu Celtic.
Athugasemdir