Arsenal hefur áhuga á Barcola - Mbeumo færist nær Man Utd - Konate hafnaði tilboði Liverpool
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Maggi: Ef þú ferð að einbeita þér að töflunni þá fer allt í köku
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mosfellingar létu vel í sér heyra í Eyjum - „Besti bærinn á jörðinni"
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
   fim 15. maí 2025 00:00
Hilmar Jökull Stefánsson
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Elmar Kári.
Elmar Kári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábært að vinna hérna, ógeðlega erfitt að koma á þennan völl og sækja sigra, það er mikil barátta í Skagamönnum og erfitt að vinna þá. Ég er mjög sáttur og strákarnir sáttir líka," sagði Elmar Kári Enesson Cogic, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur á ÍA í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Afturelding tapaði síðasta leik á undan, 2-0, á Ísafirði á laugardag.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Afturelding

„Okkur langar að gera vel í bikar, það er ákveðin hvatning. Þegar þú tapar leikjum á leiðinlegan hátt eins og síðast þá viltu sækja fleiri sigra og við mættum bara með allt annað hugarfar inn í þennan leik."

Elmar Kári er kominn á fullt eftir að hafa glímt við meiðsli í aðdraganda mótsins. Hvernig er að spila fyrir uppeldisfélagið á stærsta sviðinu?

„Ógeðslega gaman, draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni með öllum strákunum, frábærum þjálfurum og í frábærri umgjörð. Ég gæti ekki verið sáttari."

Aftureldin er með sjö stig eftir sex umferðir í Bestu deildinni og liðið er komið í 8-liða úrslitin í Mjólkurbikanum. Hvernig finnst þér þetta fara af stað, eigið þið heima á stærsta sviðinu?

„Mér finnst það klárlega og við höfum allir trú á því. Við þurfum bara að halda áfram að gera vel í deildinni. Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum gert upp á síðkastið, og reynum að verða stöðugri í okkar leik, þá eru allir vegir færir. Ég hef bara fulla trú á þessu," sagði Elmar Kári.
Athugasemdir