Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 10:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Virkja riftunarákvæði í samningi Huijsen
Dean Huijsen.
Dean Huijsen.
Mynd: EPA
Hlutirnir gerast hratt í fótboltanum. Á dögunum var sagt frá því að Arsenal og Liverpool væru að leiða kapphlaupið um Dean Huijsen, miðvörð Bournemouth, en núna bendir allt til þess að hann sé að fara til Real Madrid.

Hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic segir frá því að Real Madrid sé búið að virkja riftunarákvæði í samningi Huijsen hjá Bournemouth.

Það ákvæði hljóðar upp á 50 milljónir punda og mun Real Madrid borga þá upphæð í þremur greiðslum.

Umboðsmenn Huijsen eru núna í Madríd að ganga frá samkomulagi við spænska stórveldið.

Varnarmaðurinn hefur verið með bestu varnarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð. Hann kom til Bournemouth frá Juventus á síðasta ári, en hann hefur einnig leikið með Roma og unglingaliði Malaga.
Athugasemdir
banner