Arsenal hefur áhuga á Barcola - Mbeumo færist nær Man Utd - Konate hafnaði tilboði Liverpool
Konni: Menn þreyttir eftir síðasta leik
Jón Óli bjóst við að vera í efstu þremur sætunum
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Maggi: Ef þú ferð að einbeita þér að töflunni þá fer allt í köku
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mosfellingar létu vel í sér heyra í Eyjum - „Besti bærinn á jörðinni"
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
   mið 14. maí 2025 21:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Tufa þjálfari Vals
Tufa þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir flottan sigur á Þrótti í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Þróttur R.

„Ánægður með sigurinn. Það var okkar markmið að vinna leikinn og koma okkur áfram" Sagði Túfa þjálfari Vals eftir sigurinn í kvöld.

„Mjög góðir svona fyrstu 60 mínútur. Algjört 'control' á leiknum og erum 2-0 yfir og gátum skorað fleirri sérstaklega í fyrri hálfleik" 

„Eftir það þá fórum við úr fimmta gír niður í fjórða og svo þriðja og hleypum þeim inn í leikinn. Mark sem við fáum á okkur sem er í rauninni bara okkar mistök og þá í svona bikarleikjum getur allt gerst" 

„Þróttur er með flott lið og að mínu mati eitt af tveimur eða þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni. Ég fylgist mikið með Lengjudeildinni líka"

Valsmenn voru mun betri aðilinn framan af en þegar líða tók á seinni hálfleikinn tóku Þróttarar öll völd.

„Við fórum aðeins niður hugsandi að þetta væri bara búið. Við vorum 2-0 yfir og á undan því þá man ég ekki eftir skoti á markið eða neitt. Þessi leikur var algjörlega undir control"

„fótbolti er bara þannig að um leið og þú svona droppar aðeins þá fyrir lið sem gefast ekki upp eins og Þróttarar eru þá ná þeir að komast betur inn í leikina og markið sem að þeir skora eftir okkar mistök hjálpa þeim að koma betur inn og fá trú á þetta en jafnvel eftir það fyrir utan eitt færi hérna í lokin þá náðum við alveg að verjast vel en gátum alveg haldið boltanum betur og refsað þeim í nokkrum skyndisóknir sem að við fengum þegar þeir tóku áhættur" 

Nánar er rætt við Srdjan Tufegdzic þjálfara Vals í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner