Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Seint sigurmark nýliðans frestaði titilfögnuði Börsunga
Mynd: EPA
Jacobo Ramon, sem er hér í baráttunni í leiknum, gerði sigurmarkið seint í uppbótartíma
Jacobo Ramon, sem er hér í baráttunni í leiknum, gerði sigurmarkið seint í uppbótartíma
Mynd: EPA
Ayoze Perez skoraði tvennu
Ayoze Perez skoraði tvennu
Mynd: EPA
Titilbaráttunni á Spáni er ekki endanlega lokið í ár en seint sigurmark spænska varnarmannsins Jacobo Ramon í 2-1 sigri Real Madrid á Real Mallorca þýðir að að liðið eigi enn tölfræðilegan möguleika á titlinum.

Sjö stig skildu Barcelona og Real Madrid að fyrir leik Madrídinga gegn Mallorca.

Madrídingar vissu að jafntefli myndi ekki duga ekki til þess að fresta titilfögnuði Barcelona þar sem innbyrðis viðureignir gilda í titilbaráttunni.

Barcelona vann báða deildarleikina gegn Real Madrid og var möguleiki hjá Börsungum að fagna titlinum heima á sófanum.

Mallorca-liðið komst í 1-0 á 11. mínútu leiksins en Madrídingar jöfnuðu ekki fyrr en á 68. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak Kylian Mbappe.

Real Madrid átti urmul af skotum í leiknum, nánar tiltekið 39 skot en aðeins þrettán á markið og það var einmitt þrettánda tilraunin sem færði Real Madrid sigurinn er Ramon, sem var að spila sinn fjórða leik fyrir aðalliðið, mætti inn á teiginn eftir skalla Jesus Vallejo og setti boltann yfir markvörðinn og í netið.

Ramon fagnaði af mikilli innlifun og minnkaði forskotið niður í fjögur stig. Barcelona getur hins vegar tryggt sér titilinn annað kvöld þegar liðið heimsækir nágrannana í Espanyol.

Valencia tapaði stigum í Evrópubaráttunni - Villarreal með annan fótinn í Meistaradeildina

Valencia, sem var í fallbaráttu stærstan hluta tímabilsins, hefur gert ótrúlega hluti í síðari hlutanum og er í Evrópubaráttu, en það kom högg í þá baráttu er liðið tapaði fyrir Deportivo Alaves, 1-0, á útivelli í dag.

Tapið þýðir að Valencia er í 11. sæti með 45 stig, þremur stigum frá Evrópusæti þegar tvær umferðir eru eftir. Villarreal er á meðan með annan fótinn í Meistaradeildina eftir 3-0 sigur liðsins á Leganes.

Ayoze Perez skoraði tvö og Nicolas Pepe eitt en Villarreal er í 5. sæti með 64 stig, sex stigum á undan Real Betis og hársbreidd frá því að koamst í deild þeirra bestu.

Alaves 1 - 0 Valencia
1-0 Joan Jordan ('79 , víti)

Real Madrid 2 - 1 Mallorca
0-1 Martin Valjent ('11 )
1-1 Kylian Mbappe ('68 )
2-1 Jacobo Ramon ('90 )

Villarreal 3 - 0 Leganes
1-0 Ayoze Perez ('23 )
2-0 Ayoze Perez ('31 )
3-0 Nicolas Pepe ('45 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 36 24 6 6 74 38 +36 78
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 36 18 10 8 64 47 +17 64
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 36 15 7 14 56 54 +2 52
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 36 13 8 15 34 42 -8 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 36 11 12 13 43 52 -9 45
12 Real Sociedad 36 12 7 17 32 42 -10 43
13 Sevilla 36 10 11 15 40 49 -9 41
14 Girona 36 11 8 17 42 53 -11 41
15 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
16 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
17 Alaves 36 9 11 16 36 47 -11 38
18 Leganes 36 7 13 16 35 56 -21 34
19 Las Palmas 36 8 8 20 40 58 -18 32
20 Valladolid 36 4 4 28 26 86 -60 16
Athugasemdir
banner
banner
banner