Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Í svona bikarleikjum getur allt gerst
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
   mið 14. maí 2025 20:40
Sverrir Örn Einarsson
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög ánægður strax í byrjun þar sem við skorum gott mark og erum komnir með forystu. Svo bara slokknar á því og ég veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér og ætli sér að fara á sjálfstýringu en það varð raunin.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur um fyrri hálfleikinn í 5-2 sigri Keflvíkinga á Víking Ó. í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld þar sem Keflvíkingar voru í töluverðum vandræðum framan af fyrri hálfleik.

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  2 Víkingur Ó.

Keflvíkingar bættu þó vel í í hálfleik eftir að liðin höfðu gengið til búningsherberja i jafnri stöðu 2-2. Haraldur var því að vonum ánægður með síðari hálfleikinn.

„Hægt og bítandi vinnum við okkur inn í fyrri hálfleikinn og náum að jafna. Svo í síðari hálfleik getum við sagt að það komi allt annað lið inn á völlinn og við vinnum verðskuldað hérna í dag 5-2 og hefðum getað bætt við mörkum.“

Keflvíkingar skoruðu snemma í báðum hálfleikjum en helsti munurinn var sá að liðið fylgdi því eftir í þeim síðari og bætti í pressu sína ef eitthvað er.

„Við vorum miklu nær þeim og aggresívari. Við klukkum þá og erum byrjaðir að hlaupa og vinna fyrsta boltann og annan boltann sem eru grunnatriði í fótbolta sem verða að vera til staðar. Og mér fannst við gera það vel í síðari hálfleik."

Keflavík verður í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslit og var svar Haraldar um mögulega óska mótherja ekki flókið.

„Mér er alveg sama, bara að við fáum heimaleik. “

Allt viðtalið við Harald má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner