
Þróttur féll úr leik í Mjólkurbikarnum í kvöld eftir herjulega baráttu þegar þeir heimsóttu Valsmenn á N1 vellinum á Hlíðarenda.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 Þróttur R.
„Þetta er svona bland í poka. Við erum auðvitað underdogs, það er bara ljóst þegar við löbbum inn á svæðið að líkurnar eru með þeim" Sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir leikinn í kvöld.
„Strákunum langaði rosalega að vinna í dag og ég er mjög stoltur af baráttunni. Við vorum klókir að loka á þeirra hættulegustu menn og þeirra hættulegustu svæði lengi vel og bíða bara færis"
„Þó við fáum á okkur eitt mark þá héldum við bara sama plani og meir að segja eftir mark númer tvö þá er sama plan en náum síðan að þrýsta inn einu marki til að minnka þetta niður og fengu menn blóð á tennur og það var mjög svekkjandi að ná ekki að jafna þetta því við fengum færin til þess"
Þróttarar voru með öll völd á leiknum síðasta hálftímann og mega vera svekktir að hafa ekki náð inn jöfnunarmarkinu.
„Kredit á strákana. Það er minnsta mál í heimi að brotna niður hérna þegar þú færð á þig 1-2 mörk á útivelli á móti Val. Það er tekur á andlega að stíga upp úr því. Við gerðum það og rúmlega það"
Venni grínaðist með að Evrópudraumurinn væri úti og nú færi bara fullur fókus á Lengjudeildina.
„Evrópu draumurinn er farinn, það er auðvitað svekkjandi. Það er ógeðslega skemmtilegt að vera í þessari keppni en aftur bara fókus á það sem skiptir mestu máli og það er að standa sig og strax á sunnudaginn er næsti leikur"