Arsenal hefur áhuga á Barcola - Mbeumo færist nær Man Utd - Konate hafnaði tilboði Liverpool
Konni: Menn þreyttir eftir síðasta leik
Jón Óli bjóst við að vera í efstu þremur sætunum
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Maggi: Ef þú ferð að einbeita þér að töflunni þá fer allt í köku
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mosfellingar létu vel í sér heyra í Eyjum - „Besti bærinn á jörðinni"
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
   mið 14. maí 2025 22:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þróttur féll úr leik í Mjólkurbikarnum í kvöld eftir herjulega baráttu þegar þeir heimsóttu Valsmenn á N1 vellinum á Hlíðarenda. 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Þróttur R.

„Þetta er svona bland í poka. Við erum auðvitað underdogs, það er bara ljóst þegar við löbbum inn á svæðið að líkurnar eru með þeim" Sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir leikinn í kvöld.

„Strákunum langaði rosalega að vinna í dag og ég er mjög stoltur af baráttunni. Við vorum klókir að loka á þeirra hættulegustu menn og þeirra hættulegustu svæði lengi vel og bíða bara færis" 

„Þó við fáum á okkur eitt mark þá héldum við bara sama plani og meir að segja eftir mark númer tvö þá er sama plan en náum síðan að þrýsta inn einu marki til að minnka þetta niður og fengu menn blóð á tennur og það var mjög svekkjandi að ná ekki að jafna þetta því við fengum færin til þess" 

Þróttarar voru með öll völd á leiknum síðasta hálftímann og mega vera svekktir að hafa ekki náð inn jöfnunarmarkinu.

„Kredit á strákana. Það er minnsta mál í heimi að brotna niður hérna þegar þú færð á þig 1-2 mörk á útivelli á móti Val. Það er tekur á andlega að stíga upp úr því. Við gerðum það og rúmlega það" 

Venni grínaðist með að Evrópudraumurinn væri úti og nú færi bara fullur fókus á Lengjudeildina.

„Evrópu draumurinn er farinn, það er auðvitað svekkjandi. Það er ógeðslega skemmtilegt að vera í þessari keppni en aftur bara fókus á það sem skiptir mestu máli og það er að standa sig og strax á sunnudaginn er næsti leikur" 


Athugasemdir
banner