Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   mið 14. maí 2025 23:45
Hilmar Jökull Stefánsson
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hlutirnir gengu ekki upp, við erum að gefa mörk og gerðum það mjög illa, en fram að því fannst mér við eiga besta færi leikins og það er kannski stóri munurinn á milli liðanna í dag," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir tap gegn Aftureldingu í Mjólkurbikarnum í kvöld.

„Við gerðum mikla tilraun til að jafna leikinn í restina en inn vildi boltinn ekki, það er svolítið staðan á okkur þessa dagana."

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Afturelding

Það var ekki mikið af færum í leiknum í dag. Var uppleggið að þétta raðirnar eftir að hafa fengið á sig sex mörk gegn Val á laugardag?

„Klárlega, við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að við þurfum að bæta varnarleikinn, og gerðum það. Ég man ekki eftir færi sem Afturelding fékk í þessum leik, markið sem þeir skoruðu lögðum við svolítið upp í hendurnar á þeim, útfærðum það mjög illa og hefðum auðveldlega átt að koma í veg fyrir það. Annars man ég ekki eftir færi hjá þeim. Bæting á því, en engan veginn nógu gott."

Jón Þór var spurður út í Hinrik Harðarson sem ÍA seldi fyrir mót og ræddi einnig um sjálfstraust í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.

Hann var í lokin spurður út í mögulega á pressu á sér sem þjálfari ÍA eftir tvö stór töp í síðustu fjórum leikjum og svo þetta bikartap. ÍA er með sex stig eftir sex umferðir í Bestu deildinni og situr í 10. sæti.

„Það er alltaf pressa á þjálfaranum, ÍA er stórkostlegt félag og það er alltaf pressa að sýna bætingu, bæta liðið, gera betur og vinna liðið. Það er alveg klárt mál," sagði Jón Þór.
Athugasemdir
banner