Arsenal hefur áhuga á Barcola - Mbeumo færist nær Man Utd - Konate hafnaði tilboði Liverpool
Konni: Menn þreyttir eftir síðasta leik
Jón Óli bjóst við að vera í efstu þremur sætunum
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Maggi: Ef þú ferð að einbeita þér að töflunni þá fer allt í köku
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mosfellingar létu vel í sér heyra í Eyjum - „Besti bærinn á jörðinni"
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
   mið 14. maí 2025 23:45
Hilmar Jökull Stefánsson
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hlutirnir gengu ekki upp, við erum að gefa mörk og gerðum það mjög illa, en fram að því fannst mér við eiga besta færi leikins og það er kannski stóri munurinn á milli liðanna í dag," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir tap gegn Aftureldingu í Mjólkurbikarnum í kvöld.

„Við gerðum mikla tilraun til að jafna leikinn í restina en inn vildi boltinn ekki, það er svolítið staðan á okkur þessa dagana."

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Afturelding

Það var ekki mikið af færum í leiknum í dag. Var uppleggið að þétta raðirnar eftir að hafa fengið á sig sex mörk gegn Val á laugardag?

„Klárlega, við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að við þurfum að bæta varnarleikinn, og gerðum það. Ég man ekki eftir færi sem Afturelding fékk í þessum leik, markið sem þeir skoruðu lögðum við svolítið upp í hendurnar á þeim, útfærðum það mjög illa og hefðum auðveldlega átt að koma í veg fyrir það. Annars man ég ekki eftir færi hjá þeim. Bæting á því, en engan veginn nógu gott."

Jón Þór var spurður út í Hinrik Harðarson sem ÍA seldi fyrir mót og ræddi einnig um sjálfstraust í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.

Hann var í lokin spurður út í mögulega á pressu á sér sem þjálfari ÍA eftir tvö stór töp í síðustu fjórum leikjum og svo þetta bikartap. ÍA er með sex stig eftir sex umferðir í Bestu deildinni og situr í 10. sæti.

„Það er alltaf pressa á þjálfaranum, ÍA er stórkostlegt félag og það er alltaf pressa að sýna bætingu, bæta liðið, gera betur og vinna liðið. Það er alveg klárt mál," sagði Jón Þór.
Athugasemdir
banner