Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 23:33
Brynjar Ingi Erluson
Awoniyi vaknaður eftir aðgerðina
Mynd: EPA
Nígeríski sóknarmaðurinn Taiwo Awoniyi er vaknaður eftir að hafa gengist undir aðra aðgerð í kviðarholi en þetta kemur fram á BBC í kvöld.

Awoniyi meiddist illa í leik Nottingham Forest og Leicester City um helgina.

Hann mætti á fullri ferð inn í teiginn og réðst í átt að boltanum, en hafnaði á stönginni og fékk leikmann Leicester á fullri ferð aftan í sig sem gerði höggið enn þyngra.

Framherjinn tjáði læknateyminu að hann væri tilbúinn að koma aftur inn á völlinn, sem hann gerði, en eftir leikinn var hann fluttur á spítala og sendur í aðgerð vegna alvarlegra meiðsla í kviðarholi.

Awoniyi var haldið sofandi í öndunarvél eftir fyrri aðgerðina en var síðan vakinn í kvöld eftir seinni aðgerðina þar sem unnið var að því að loka sárinu.

Mikil umræða hefur skapast eftir þetta atvik. Augljós rangstaða var í aðdraganda marksins sem hefði komið í veg fyrir þessa stöðu, en aðstoðardómarinn hélt flagginu niðri til þess að hægt væri að skoða mögulegt mark í VAR.

Evangelos Marinakis, eigandi Forest, var öskuillur í lok leiks og fór inn á völlinn til að ræða við Nuno Espirito Santo, stjóra liðsins. Þar var Marinakis gagnrýndur fyrir hegðun sína þar sem hann virðist vera að urða yfir Nuno.

Forest sendi fljótlega frá sér langa yfirlýsingu þar sem það sagði að ekki væri allt sem sýnist. Þar hafi Marinakis aðeins verið brjálaður yfir því hvernig meiðsli Awoniyi voru meðhöndluð.

Félagið hefur hafið rannsókn innanbúðar á því hvernig Awoniyi fékk grænt ljós til að halda leik áfram og hvort það þurfi að breyta reglunum eitthvað til að koma í veg fyrir slík atvik í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner