Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum aðstoðarmaður Klopp og O'Neil líklegastir til að taka við Norwich
Pep Lijnders
Pep Lijnders
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pep Lijnders og Gary O'Neil eru taldir líklegastir til að taka við stjórastöðunni hjá enska B-deildarfélaginu Norwich City.

Norwich lét danska þjálfarann Johannes Thorup taka poka sinn í síðasta mánuði og ætlar félagið að fara vel og vandlega yfir þá kosti sem standa liðinu til boða í sumar.

Samkvæmt Sky eru Lijnders og O'Neil efstir á blaði, en Lijnders var aðstoðarmaður Jürgen Klopp hjá Liverpool og tók síðar við RB Salzburg, en entist ekki lengi í Austurríki.

O'Neil hefur áður stýrt Bournemouth og Wolves, en hann var rekinn frá Úlfunum undir lok síðasta árs.

Félagið ætlar að ræða við báða aðila á næstu dögum og er þá ljóst að Jack Wilshere mun ekki halda áfram sem stjóri liðsins.

Wilshere var ráðinn til bráðabirgða eftir að Thorup var rekinn og stýrði hann liðinu í síðustu tveimur leikjunum. Hann vann einn og gerði eitt jafntefli, en Norwich hafnaði í 13. sæti, ellefu stigum frá umspili.

Athugasemdir
banner