
Valur 2 - 1 Þróttur R.
1-0 Patrick Pedersen ('36 )
2-0 Jónatan Ingi Jónsson ('48 )
2-1 Aron Snær Ingason ('65 )
Lestu um leikinn
1-0 Patrick Pedersen ('36 )
2-0 Jónatan Ingi Jónsson ('48 )
2-1 Aron Snær Ingason ('65 )
Lestu um leikinn
Valur bókaði sæti sitt í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla með 2-1 sigri liðsins á Þrótti R. á Hlíðarenda í kvöld.
Patrick Pedersen braut ísinn fyrir Valsmenn á 36. mínútu með því að pota boltanum upp við nærstöng.
Valsarar höfðu verið sterkari aðilinn og mun líklegri til að skora en gestirnir.
Snemma í þeim síðari bætti Jónatan Ingi Jónsson við öðru mark heimamanna. Jónatan átti skot sem fór í gegnum hendurnar á Þórhalli Ísaki Guðmundssyni og í netið.
Aron Snær Ingason minnkaði muninn á 65. mínútu eftir frábæran bolta frá Kára Kristjánssyni. Markið gaf Þrótturum aukna orku og voru þeir líklegri til að jafna en Valur að bæta við.
Frederik Schram varði vel frá Kára undir lokin og þá komst Viktor Andri Hafþórsson nálægt því að jafna í restina en skot hans fór af varnarmanni og aftur fyrir.
Valsmenn héldu út og eru komnir í 8-liða úrslitin en það eru einmitt liðin þrettán ár frá því Þróttur kastaði Val úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá voru þeir Haukur Páll Sigurðsson og Kristinn Freyr Sigurðsson í leikmannahópi Vals, en Haukur er í dag aðstoðarþjálfari liðsins á meðan Kristinn Freyr er að glíma við meiðsli og því ekki í hópnum í dag.
????Valur 2 - Þróttur 1
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025
Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótbolta
Valur
??Patrick Pedersen
??Jónatan Ingi Jónsson
Þróttur
??Aron Snær Ingason pic.twitter.com/ZTNDffALrH
Athugasemdir