Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fös 15. október 2021 13:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Komnir langleiðina með handritið með því að enda á Laugardalsvelli
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason ræddi við Fótbolta.net í tilefni af því að Birnir Snær Ingason var fenginn í raðir félagsins. Kári verður yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi eftir tímabilið.

Tímabilinu lýkur einmitt á morgun og var hann spurður út í leikinn á morgun, sinn lokaleik á ferlinum.

„Þetta er náttúrulega eins og bestur verður á kosið. Við náðum að vinna Íslandsmeistaratitilinn og að enda ferilinn á Laugardalsvelli er náttúrulega frábært og eitthvað sem maður gat ekki gert sér í hugarlund. Þetta verður rosalega gaman og vonandi náum við að klára þetta," sagði Kári.

Væri sigur í leiknum á morgun hinn fullkomni endir á handriti ykkar Sölva?

„Það er það, það er langleiðina komið með því að enda þetta á Laugardalsvelli sem er mér svo kær. Engu að síður ætlum við okkur að vinna þetta en við vitum að Skagamenn eru í hörkuformi og það er aldrei hægt að afskrifa þá."

Hvernig er þú að koma inn í þennan leik á morgun hafandi ekki spilað leiki síðustu tvær vikur?

„Við erum búnir að æfa vel og það er engin breyting á því. Það er fínt að fá smá frí og fá gott recovery fyrir þennan leik, vera 100% klár í hann," sagði Kári.

Hann var í upphafi viðtalsins spurður út í komu Birnis og í lok viðtals spurður út í landsliðið. Viðtal við Sölva Geir má sjá hér að neðan.
Sölvi Geir: Náttúrulega rosalegur bónus
Athugasemdir
banner
banner
banner