Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 19. september 2021 22:30
Aksentije Milisic
Kári búinn að spila sinn síðasta deildarleik á ferlinum - „Við Sölvi unnið að þessu handriti"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, leikmaður Víkings, hefur spilað sinn síðasta deildarleik á ferlinum en hann fékk gult spjald gegn KR í kvöld. Hann ætlar að leggja skónna á hilluna eftir tímabilið.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Víkingur R.

Kári verður því í banni í lokaumferðinni í Pepsi Max deild karla en þá geta Víkingar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Hann er í þeirra höndum eftir sigurinn magnað í Vesturbænum í dag.

Því miður fyrir Kára og aðra Víkinga, þá verður hann ekki með í lokaleiknum en Víkingur fær þá Leikni Reykjavík í heimsókn í Fossvoginn.

„Þetta er handrit sem við Sölvi erum búnir að vera vinna að í nokkur ár. Hvað getur maður sagt, ég treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín,“ sagði Kári í viðtali við Stöð 2 Sport í kvöld.

„Við eigum samt einn leik eftir og við ætlum bara að klára það, held samt að ég sé í banni í þeim leik,“ sagði Kári þegar hann áttaði sig á því að hann væri í banni.

Hann hefur því leikið sinn síðasta deildarleik á ferlinum en hann hefur spilað fyrir Víking, Djurgarden, AGF, Esbjerg, Plymouth, Aberdeen, Rotherham, Malmö, Omonia og Genclerbirligi.

Kári gæti þó átt tvo leiki eftir af sínum félagsliðaferli þar sem Víkingur er kominn í undanúrslit Mjólkurbikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner