Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 15. október 2022 18:41
Sverrir Örn Einarsson
Björn Daníel: Get vonandi notið þess án þess að vera með heiminn á herðum mér
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Þessi var virkilega sætur í dag," sagði Björn Daníel Sverrisson leikmaður FH eftir 2 - 3 útisigur á Keflavík í Bestu-deild karla í dag en þarna vann FH sinn annan leik í röð í fallbaráttunni.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 FH

„Það eru erfiðar aðstæður og maður vissi að annað liðið myndi í sitthvorum hálfleiknum pressa hitt liðið stíft. Við vorum marki undir eftir fyrri hálfleikinn og sáum möguleika á að geta pressað á þá í seinni hálfleiknum. Við náðum að skora tvö og hefðum geta skorað 3 eða 4 í viðbót fannst mér. Það er alltaf sætt að vinna með einu marki."

Keflavík komst í 2 - 0 en FH minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik.

„Það var virkilega mikilvægt. Þeir hefðu geta þétt raðirnar meira í 2 - 0 yfir og það er líka erfiðara að vera 2-0 undir í hálfleik og sjá fyrir sér að þurfa að skora þrjú. Þetta eina mark sem við gerðum í lok fyrri hálfleiks var sætt og gaf okkur vonina þegar við fórum inn í seinni hálfleikinn. Við vissum alltaf að við myndum skora meira en þurftum að brjóta ísinn og það var ljúft að vinna tvo leiki í röð."

FH er nú komið í þá stöðu að geta tryggt áframhaldandi veru í deildinni með sigri á Fram í næstu umferð.

„Þetta hefur verið erfitt tímabil og kannski er þetta rétti tímapunkturinn að snúa þessu við. Maður hefði samt viljað vera ofar í töflunni en svona er fótboltinn. Við förum í næsta leik á sunnudaginn og ætlum að vinna hann og þá getur maður andað aðeins léttar í lokaumferðinni og notið þess án þess að vera með allan heiminn á herðum sér."


Athugasemdir
banner