Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   lau 15. október 2022 18:41
Sverrir Örn Einarsson
Björn Daníel: Get vonandi notið þess án þess að vera með heiminn á herðum mér
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Þessi var virkilega sætur í dag," sagði Björn Daníel Sverrisson leikmaður FH eftir 2 - 3 útisigur á Keflavík í Bestu-deild karla í dag en þarna vann FH sinn annan leik í röð í fallbaráttunni.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 FH

„Það eru erfiðar aðstæður og maður vissi að annað liðið myndi í sitthvorum hálfleiknum pressa hitt liðið stíft. Við vorum marki undir eftir fyrri hálfleikinn og sáum möguleika á að geta pressað á þá í seinni hálfleiknum. Við náðum að skora tvö og hefðum geta skorað 3 eða 4 í viðbót fannst mér. Það er alltaf sætt að vinna með einu marki."

Keflavík komst í 2 - 0 en FH minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik.

„Það var virkilega mikilvægt. Þeir hefðu geta þétt raðirnar meira í 2 - 0 yfir og það er líka erfiðara að vera 2-0 undir í hálfleik og sjá fyrir sér að þurfa að skora þrjú. Þetta eina mark sem við gerðum í lok fyrri hálfleiks var sætt og gaf okkur vonina þegar við fórum inn í seinni hálfleikinn. Við vissum alltaf að við myndum skora meira en þurftum að brjóta ísinn og það var ljúft að vinna tvo leiki í röð."

FH er nú komið í þá stöðu að geta tryggt áframhaldandi veru í deildinni með sigri á Fram í næstu umferð.

„Þetta hefur verið erfitt tímabil og kannski er þetta rétti tímapunkturinn að snúa þessu við. Maður hefði samt viljað vera ofar í töflunni en svona er fótboltinn. Við förum í næsta leik á sunnudaginn og ætlum að vinna hann og þá getur maður andað aðeins léttar í lokaumferðinni og notið þess án þess að vera með allan heiminn á herðum sér."


Athugasemdir
banner