Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   lau 15. október 2022 18:57
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Mesta hvassviðri síðan ég kom í Keflavík
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og sóttum, og sóttum og sóttum, en þeir í seinni hálfleik og sóttu, og sóttu, og sóttu," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir 2 - 3 tap gegn FH í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 FH

„Það var ofboðslega erfitt að spila boltanum, það var mjög hvasst. Þetta er mesta hvassvirði síðan ég kom hingað að þjálfa. Það var erfitt að hafa heimil á boltanum, vindurinn tók hann mikið og það var alltaf erfitt að spila á móti honum. Það var margt gott í fyrri hálfleik og margt ekki svo gott í seinni hálfleik sem við þurfum að læra af."

Keflavík gekk erfiðlega að skapa sér nokkur færi í seinni hálfleiknum á móti sterkum vindinum.

„Við komumst samt tvisvar inn í teiginn hjá þeim þar sem er farið í bæði Joey og Ásgeir Pál. Joey var kominn í mjög gott færi en sparkað aftan í löppina á honum og hann truflaður, það var líka farið í löppinga á Ásgeiri Páli. En við áttum að skapa okkur meira klárlega, og komast meira á bakvið þá en það var ofboðslega erfitt útaf vindinum og stundum er það þannig. Við vorum of mikið að reyna að spila fínan fótbolta þegar við hefðum átt að lúðra honum fram og vinna seinni boltann. Aðstæður báðu ekki upp á annað en það."

Nánar er rætt við Sigga Ragga í spilaranum að ofan en þar fer hann ítarlega í mótafyrirkomulagið á Bestu-deildinni.


Athugasemdir
banner