fim 16. janúar 2020 12:15
Magnús Már Einarsson
Callum Williams hættur hjá KA - Tekur við nýju starfi hjá Leeds
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Enski varnarmaðurinn Callum Williams verður ekki með KA í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann hefur lagt skóna á hilluna.

Hinn 28 ára gamli Callum hefur spilað með KA undanfarin fimm ár en hann hefur skorað þrjú mörk í 97 deildar og bikarleikjum með liðinu.

„Callum er búinn að leggja skóna í það minnsta tímabundið á hilluna og verður því ekki með okkur í sumar. Hann er kominn í það flotta vinnu hjá Leeds FC," sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, við Fótbolta.net í dag.

Callum er að taka við nýju starfi sem nefnist „Academy Player Care Lead " hjá Leeds en þar er hann að undirbúa þá leikmenn akademíunnar sem ekki komast í aðalliðið í næstu skrefum.
Athugasemdir
banner
banner