Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   fim 16. mars 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Bold.dk 
Morten Beck: Mér finnst þetta algjör synd
watermark Morten Beck
Morten Beck
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Hulda Margrét
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Morten Beck Guldsmed, fyrrum leikmaður FH, segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að stefna félaginu vegna vangoldinna launa en hann segir félagið skulda sér 14 milljónir íslenskra króna. Hann ræddi við danska miðilinn Bold um málið.

Danski leikmaðurinn spilaði með FH frá 2019 til 2021 og spilaði þar 35 leiki og gerði 13 mörk.

Hann yfirgaf félagið árið 2021 og hélt aftur heim til Danmerku en hann hefur nú stefnt félaginu vegna vangoldinna launa.

Sjá einnig:
Morten Beck dregur FH fyrir dómstóla

Lögfræðingur Morten fer fram á að FH fái hámarkssekt og verði dæmt í tveggja ára félagaskiptabann.

„Þetta er ekkert sérstaklega flott en það var óhjákvæmilegt að fara með þetta þangað. Lögfræðingurinn minn er að vinna hörðum höndum að þessu,“ sagði Morten Beck við Bold.

„Ég er mjög leiður yfir þessu því þetta var frábær tími fyrir mig í íslenskum fótbolta, en svo er önnur hlið af þessari sögu sem er öðruvísi og ekki jafn skemmtileg.“

„Það er margt sem spilar inn í en ekkert sem ég vil nefna sérstaklega. Mér finnst þetta bara algjör synd. Þetta var ekki ósk mín en nú er þetta óhjákvæmilegt og svo verðum við bara að sjá hvað gerist.“

„Fyrst þegar ég kom þá gerði ég stuttan samning og svo gekk bara það vel að ég gerði lengri samning. Þetta voru algjörar andstæður, það er að segja samtalið sem við áttum um nýja samkomulagið og hvernig það fór. Þetta er bara rosalega leiðinlegt. Stundum gerast hlutir í fótboltaheiminum þegar það koma nýir þjálfarar og nýjar hugmyndir. Það gerir þetta að gruggugri renyslu og mér þykir það afar leitt að það hafi ekki verið staðið öðruvísi að þessu.“

„Ég er mjög leiður yfir því. Það er líklega svarið sem þú færð og ég vil ekki tjá mig frekar um það.“


Reyndi að finna lausn en talaði fyrir daufum eyrum

Morten reyndi að ræða við FH til að finna lausn á málinu en hann virðist hafa verið að tala fyrir daufum eyrum og því þurfti hann að fara með málið fyrir dómstóla.

„Það er langur tími liðinn og maður keypti kannski of mikið eða trúði of miklu á það góða. Kannski var maður svolítið barnalegur að gera það. Ég var að vonast til þess að við gætum leyst þetta en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir var það ekki hægt og því þurfti ég að gera það nauðsynlega og fá hjálp og hefja samtalið á annan máta.“

„Já, ég er ógeðslega leiður bæði fyrir mig sjálfan og félagið. Mér fannst þetta algjörlega óþarfi,“
sagði Beck.

Valdimar Svavarsson, formaður FH, staðfesti við Fótbolta.net að félagið hefði fengið kröfur en að félagið hafni þeim alfarið. Hann vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu.
Athugasemdir
banner
banner