Í Innkastinu voru menn sammála um að Jóhann Ingi Jónsson dómari hafi ekki átt góðan leik í 0-1 tapi Fram gegn Víkingi.
Stærstu mistökin gerði hann í fyrri hálfleik þegar Fram taldi sig hafa náð forystunni. Alex Freyr Elísson skoraði en Jóhann dæmdi ranglega á hann hendi.
Stærstu mistökin gerði hann í fyrri hálfleik þegar Fram taldi sig hafa náð forystunni. Alex Freyr Elísson skoraði en Jóhann dæmdi ranglega á hann hendi.
Lestu um leikinn: Fram 0 - 1 Víkingur R.
„Það er nokkuð greinilegt að boltinn fer ekki í hendina. Þar af leiðandi er hann að dæma á eitthvað sem hann getur ekki hafa séð. Hann virðist vera að dæma á einhverjum líkum," segir Valur Gunnarsson. „Víkingarnir voru ekki að biðja um neitt. Þetta er stórt atvik."
Alex tjáði sig um dóminn í viðtali við Fótbolta.net í gær.
„Ég skoraði löglegt mark með lærinu og mér finnst ótrúlegt hvernig hann heldur að þetta hafi farið í höndina á mér, þetta er bara sorglegt. Þetta er móment sem er tekið af mér og það er bara eins og það er. Ég er ógeðslega svekktur. Hann mun sjá þetta í kvöld og kannski sendir hann mér skilaboð. Ég fékk engin svör inni á vellinum, bara að ég ætti að þegja," sagði Alex.
Atvikið var sýnt í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær og hér að neðan má sjá umfjöllunina um það.
Athugasemdir