Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 16. júní 2014 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskona Íslands greindist með krabbamein
Mist Edvardsdóttir tekur sér frí frá fótbolta eftir að hafa greinst með krabbamein í eitlum
Mist á æfingu með íslenska landsliðinu.
Mist á æfingu með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,að tók mig smá tíma að trúa því einfaldlega að ég væri 23 ára og með krabbamein en ég jafnaði mig tiltölulega fljótt og þar hjálpaði fótboltinn mikið.''
,,að tók mig smá tíma að trúa því einfaldlega að ég væri 23 ára og með krabbamein en ég jafnaði mig tiltölulega fljótt og þar hjálpaði fótboltinn mikið.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég verð mætt upp í stúku til að horfa á stelpurnar spila við Möltu á fimmtudag og svo hefst lyfjameðferðin á föstudag. Hún er áætluð 6-8 mánuðir þar sem það verður alltaf reglulega tekin staðan.''
,,Ég verð mætt upp í stúku til að horfa á stelpurnar spila við Möltu á fimmtudag og svo hefst lyfjameðferðin á föstudag. Hún er áætluð 6-8 mánuðir þar sem það verður alltaf reglulega tekin staðan.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Fótboltinn er eitt það mikilvægasta í mínu lífi núna en lífið er ekki búið þó svo maður missi nokkra mánuði úr boltanum. Mitt verkefni núna er að losna við þetta og þó svo að það sé pirrandi að fá þetta skítajob verður maður bara að klára það.''
,,Fótboltinn er eitt það mikilvægasta í mínu lífi núna en lífið er ekki búið þó svo maður missi nokkra mánuði úr boltanum. Mitt verkefni núna er að losna við þetta og þó svo að það sé pirrandi að fá þetta skítajob verður maður bara að klára það.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Mist Edvardsdóttir sem leikur með Val verður líklega frá keppni út árið eftir að hafa greinst með krabbamein í eitlum. Hún var með landsliðinu í Danmörku um helgina en missir af leiknum gegn Möltu vegna þessa.

,,Ég er alveg fullfrísk og og þar sem ég byrjaði ekki strax í lyfjameðferð gat ég alveg spilað. Þetta var ekki að hafa áhrif á mig í fótboltanum," sagði Mist við Fótbolta.net.

Æxlið er 14 cm í þvermál
Hún fór í sýnatöku miðvikudaginn 4. júní, morguninn eftir að hafa spilað með Val gegn Breiðabliki í deildinni en missti af leiknum við Aftureldingu í bikarnum föstudeginum þar á eftir þar sem hún var enn með sauma eftir aðgerðina.

,,Ég spilaði svo gegn Stjörnunni 10. júní og fór í landsliðsferðina. Mér leið mjög vel líkamlega og andlega svo þetta hefur ekki haft áhrif á mig," sagði Mist. ,,Æxlið sem ég er með er rúmir 14 cm í þvermál, staðsett í hálsinum og vex niður í miðmætið, við hjartað. Það veldur svolitlum öndunarerfiðleikum við erfiðar þolæfingar því það pressar svo á öndunarveginn. Fyrir utan það þá trufla veikindin ekkert fótboltann.

Sjokk að heyra að ég væri með eitlakrabbamein
Mist var valin í íslenska landsliðshópinn föstudaginn 6. júní síðastliðinn en sama dag fékk hún staðfestingu á að hún væri með krabbamein.

,,Ég tók fyrst eftir þessum eitlastækkunum á hálsinum snemma í febrúar. Ég hef síðan farið í nokkrar blóðprufur og hitti lækna í apríl en það kom ekkert út úr því. Seint í maí var ég orðin nokkuð viss um að það væri eitthvað að mér og fór því út á heilsugæslu og tala við lækni. Ég hélt reyndar að þetta væri skjaldkirtilstruflun en eftir ómskoðun og sneiðmyndatöku kom í ljós að þetta væri eitthvað stærra og meira," útskýrir hún.

,,Að fá svo að heyra að ég væri með eitlakrabbamein var náttúrulega sjokk og engan veginn það sem ég bjóst við. Það tók mig smá tíma að trúa því einfaldlega að ég væri 23 ára og með krabbamein en ég jafnaði mig tiltölulega fljótt og þar hjálpaði fótboltinn mikið. Við vorum að spila mikilvæga leiki í deildinni þegar þetta gerist og það var gott að geta notað þá til að dreifa huganum. Ég greindist með Hodgkins eitlakrabbamein, því það eru til nokkur eitlakrabbamein og þau geta mörg verið ansi erfið að díla við, Hodgkins er það auðveldasta. Ef ég ætti að velja krabbamein þá myndi ég velja þetta."

Lyfjameðferð næstu 6-8 mánuðina
Eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Dönum í gær er Mist búin að kveðja landsliðshópinn í bili. Hún missir af landsleiknum gegn Möltu hér heima á fimmtudaginn því daginn eftir byrjar hún í lyfjameðferð á tveggja vikna fresti.

,,Ég kom svo til Kaupmannahafnar í gær þar sem ég mun fara í PET skanna hér áður en ég kem svo heim til Íslands á miðvikudag. Ég verð mætt upp í stúku til að horfa á stelpurnar spila við Möltu á fimmtudag og svo hefst lyfjameðferðin á föstudag. Hún er áætluð 6-8 mánuðir þar sem það verður alltaf reglulega tekin staðan með svona PET skanni. Vonandi dugir þessi lyfjameðferð og ég verð laus við þetta að henni lokinni en svo tekur maður bara hlutunum eins og þeir koma."

Fótboltinn er það mikilvægasta í lífinu
Mist sneri aftur í Val í vetur eftir að hafa leikið í Noregi og Brasilíu um tíma. Hún hefur einnig leikið með Aftureldingu og KR. Nú hefst önnur barátta en sú sem hún þekkir innan vallar.

,,Maður áttar sig betur á því núna hvað er mikilvægt í lífinu. Þó ég missi nokkra mánuði úr í fótboltanum þá er það ekki 100 í hættunni miðað við að vilja losna við þetta. Heilsan er í fyrsta sæti," sagði hún.

,,Fótboltinn er eitt það mikilvægasta í mínu lífi núna en lífið er ekki búið þó svo maður missi nokkra mánuði úr boltanum. Mitt verkefni núna er að losna við þetta og þó svo að það sé pirrandi að fá þetta skítajob verður maður bara að klára það. Ég mun svo reyna að æfa eins og ég get á meðan ég er í lyfjameðferðinni og er með rosalega sterkt bakland þar, bæði þjálfarana mína hjá Val, Eddu og Helenu og svo Silju Úlfars og ég veit að ég mun geta stutt mig við þær þegar á reynir. "

,,Ég hef fundið fyrir virkilega miklum stuðningi frá fólki í kringum mig. Þetta er fljótt að fréttast í svona litlum heimi eins og fótboltinn á Íslandi er, og fólk er duglegt að peppa mann. Og eins og ég sagði, þá er gott að vita að maður á góða að."
Athugasemdir
banner
banner
banner