Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
   mið 16. júlí 2025 21:18
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Lengjudeildin
Arnar Grétarsson skrifaði undir samning út tímabilið.
Arnar Grétarsson skrifaði undir samning út tímabilið.
Mynd: Fylkir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það býr klárlega meira í þessum hóp en þeir hafa verið að sýna," segir Arnar Grétarsson, þjálfari Fylkis, í viðtali við FylkirTV en viðtalið má sjá hér að ofan.

Arnar var staðfestur í kvöld sem nýr þjálfari Fylkis en hann tekur við af Árna Guðnasyni. Árbæjarliðið er aðeins einu stigi frá fallsæti en fyrir tímabilið var því spáð sigri í Lengjudeildinni.

„Eigum við ekki að segja að þetta sé spennandi verkefni? Þetta er alltof gott lið til að vera á þessum stað. Það er mikið af flottum leikmönnum hérna, ég spilaði gegn Fylki í fyrra. Ég hef horft hýru auga til Árbæjarins vegna aðstæðna og vellinum. Þegar þetta tækifæri kom upp fannst mér þetta einfalt."

„Þetta er lið sem á að vera að keppa um að fara upp. Fylkir er í erfiðum málum, það eru einhverjir tíu leikir eftir og markmiðið er að horfa á einn leik í einu og reyna að ná í einhver stig á föstudaginn."

Arnar skrifaði undir samning út tímabilið og stýrir Fylki í fyrsta sinn á föstudag, þegar liðið fær Njarðvík í heimsókn. Glugginn er að opna og Arnar segir að það verði skoðað hvort styrkja þurfi hópinn.

„Maður er nýtekinn við, aðragandinn er mjög stuttur. Við komum til með að skoða stöðuna á hópnum og við þurfum að skoða hvað er hægt að gera, hverju við þurfum á að halda. Fyrsta verkefni er að hugsa um leikinn á föstudag og svo í framhaldi af því förum við að skoða aðra hluti."

Allt viðtalið má sjá í heild hér að ofan en þar ræðir Arnar meðal annars um sínar áherslur og feril
Athugasemdir
banner
banner
banner