
„Það býr klárlega meira í þessum hóp en þeir hafa verið að sýna," segir Arnar Grétarsson, þjálfari Fylkis, í viðtali við FylkirTV en viðtalið má sjá hér að ofan.
Arnar var staðfestur í kvöld sem nýr þjálfari Fylkis en hann tekur við af Árna Guðnasyni. Árbæjarliðið er aðeins einu stigi frá fallsæti en fyrir tímabilið var því spáð sigri í Lengjudeildinni.
Arnar var staðfestur í kvöld sem nýr þjálfari Fylkis en hann tekur við af Árna Guðnasyni. Árbæjarliðið er aðeins einu stigi frá fallsæti en fyrir tímabilið var því spáð sigri í Lengjudeildinni.
„Eigum við ekki að segja að þetta sé spennandi verkefni? Þetta er alltof gott lið til að vera á þessum stað. Það er mikið af flottum leikmönnum hérna, ég spilaði gegn Fylki í fyrra. Ég hef horft hýru auga til Árbæjarins vegna aðstæðna og vellinum. Þegar þetta tækifæri kom upp fannst mér þetta einfalt."
„Þetta er lið sem á að vera að keppa um að fara upp. Fylkir er í erfiðum málum, það eru einhverjir tíu leikir eftir og markmiðið er að horfa á einn leik í einu og reyna að ná í einhver stig á föstudaginn."
Arnar skrifaði undir samning út tímabilið og stýrir Fylki í fyrsta sinn á föstudag, þegar liðið fær Njarðvík í heimsókn. Glugginn er að opna og Arnar segir að það verði skoðað hvort styrkja þurfi hópinn.
„Maður er nýtekinn við, aðragandinn er mjög stuttur. Við komum til með að skoða stöðuna á hópnum og við þurfum að skoða hvað er hægt að gera, hverju við þurfum á að halda. Fyrsta verkefni er að hugsa um leikinn á föstudag og svo í framhaldi af því förum við að skoða aðra hluti."
Allt viðtalið má sjá í heild hér að ofan en þar ræðir Arnar meðal annars um sínar áherslur og feril
Athugasemdir