Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 16. ágúst 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lyon skoraði sex - Sjáðu stoðsendinguna hjá Memphis
Lyon skoraði sex mörk í stórsigri gegn Angers í franska boltanum fyrr í kvöld.

Liðin mættust í fyrsta leik 2. umferðar tímabilsins og er Lyon á toppi deildarinnar eftir 0-3 sigur gegn Mónakó í fyrstu umferð.

Memphis Depay lék á alls oddi í kvöld og skoraði tvennu auk þess að leggja eitt mark upp. Houssem Aouar skoraði eitt og lagði tvö upp og þá skoraði Moussa Dembele einnig tvennu.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá síðasta mark leiksins, þar sem Memphis á stórkostlega stoðsendingu á Jean Lucas. Lokatölur 6-0.



Athugasemdir
banner