Ian Jeffs var virkilega svekktur með tap sinna manna í dag en Stjarnan hafði betur í viðureigninni í Eyjum, 2-1.
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 2 Stjarnan
„Ég er svekktur með tapið, þeir nýttu sín færi í dag en við ekki,"
ÍBV var betri aðilinn í dag en gekk illa að nýta færin sín sem varð þeim að falli.
„Við spilum vel í dag, eftir fyrsta korterið, mér fannst það liggja í loftinu að við myndum skora frekar en þeir að komast yfir," sagði Ian.
Derby Carrillo hefur ekki spilað síðustu tvo leiki Eyjaliðsins og er óljóst hvort hann muni koma meira við sögu á mótinu.
„Það kemur bara í ljós, við erum ekki með það á hreinu,"
ÍBV er enn stigi fyrir ofan fallsæti en a erfiða leiki fyrir höndum og verða að ná í stig í leikjunum sem eftir eru.
„Við eigum þrjá úrslitaleiki og við verðum að mæta til leiks eins og í dag og ef við gerum það þá hef ég trú á því að við höldum okkur í þessari deild," sagði Ian að lokum.
Athugasemdir
























