Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 16. október 2019 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Steini Halldórs: Vissum að þetta yrði eltingaleikur
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, segir að liðið geti lært mikið af 4-0 tapinu gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Blikar lentu 3-0 undir eftir hálftíma gegn franska stórliðinu í kvöld en beitti svo öguðum varnarleik í þeim síðari. Paulina Dudek skoraði fjórða markið í blálokin en Þorsteinn var þó heilt yfir þokkalega sáttur með frammistöðuna.

„Þetta lið er stórkostlegt. Þetta er frábært fótboltalið og lærdómsríkt að fylgjast með því undanfarnar vikur og leikgreina þær og maður hefur lært af því," sagði Þorsteinn.

„Þessi leikur verður lærdómur fyrir okkur líka hvað við getum gert betur og hvert við eigum að stefna. Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum tekið góða hluti úr honum."

„Við spiluðum ágætlega varnarlega í seinni hálfleiknum. Við héldum ró okkar og vorum ekki að hlaupa of mikið á milli þeirra og elta þær, heldur héldum við skipulagi og náðum að loka betur á þær."

„Fyrstu 20-30 mínúturnar vorum við svolítið æstar og þorðum ekki að vera með boltann þegar við vorum búnar að vinna hann en við vissum að við værum að fara í leik sem yrði mikill eltingaleikur."

„Þetta var kannski eitthvað stress en við erum að spila á móti frábæru liði. Það eru einhverjir franskir landsliðsmenn í þessu liði og við vorum að spila á móti Frökkum um daginn með okkar atvinnumenn og það var leikur kattarins að músinni þar."

Seinni leikurinn er 31. október í París en hann vonast eftir betri frammistöðu þar.

„Við ætlum að spila betur en í dag og leggja allt í þann leik og skilja allt eftir á vellinum í Frakklandi. Leggja allt í þetta og svo koma úrslitin í ljós," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner