Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 16. október 2019 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Steini Halldórs: Vissum að þetta yrði eltingaleikur
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, segir að liðið geti lært mikið af 4-0 tapinu gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Blikar lentu 3-0 undir eftir hálftíma gegn franska stórliðinu í kvöld en beitti svo öguðum varnarleik í þeim síðari. Paulina Dudek skoraði fjórða markið í blálokin en Þorsteinn var þó heilt yfir þokkalega sáttur með frammistöðuna.

„Þetta lið er stórkostlegt. Þetta er frábært fótboltalið og lærdómsríkt að fylgjast með því undanfarnar vikur og leikgreina þær og maður hefur lært af því," sagði Þorsteinn.

„Þessi leikur verður lærdómur fyrir okkur líka hvað við getum gert betur og hvert við eigum að stefna. Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum tekið góða hluti úr honum."

„Við spiluðum ágætlega varnarlega í seinni hálfleiknum. Við héldum ró okkar og vorum ekki að hlaupa of mikið á milli þeirra og elta þær, heldur héldum við skipulagi og náðum að loka betur á þær."

„Fyrstu 20-30 mínúturnar vorum við svolítið æstar og þorðum ekki að vera með boltann þegar við vorum búnar að vinna hann en við vissum að við værum að fara í leik sem yrði mikill eltingaleikur."

„Þetta var kannski eitthvað stress en við erum að spila á móti frábæru liði. Það eru einhverjir franskir landsliðsmenn í þessu liði og við vorum að spila á móti Frökkum um daginn með okkar atvinnumenn og það var leikur kattarins að músinni þar."

Seinni leikurinn er 31. október í París en hann vonast eftir betri frammistöðu þar.

„Við ætlum að spila betur en í dag og leggja allt í þann leik og skilja allt eftir á vellinum í Frakklandi. Leggja allt í þetta og svo koma úrslitin í ljós," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner