Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   mið 16. október 2019 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Steini Halldórs: Vissum að þetta yrði eltingaleikur
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, segir að liðið geti lært mikið af 4-0 tapinu gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  4 PSG

Blikar lentu 3-0 undir eftir hálftíma gegn franska stórliðinu í kvöld en beitti svo öguðum varnarleik í þeim síðari. Paulina Dudek skoraði fjórða markið í blálokin en Þorsteinn var þó heilt yfir þokkalega sáttur með frammistöðuna.

„Þetta lið er stórkostlegt. Þetta er frábært fótboltalið og lærdómsríkt að fylgjast með því undanfarnar vikur og leikgreina þær og maður hefur lært af því," sagði Þorsteinn.

„Þessi leikur verður lærdómur fyrir okkur líka hvað við getum gert betur og hvert við eigum að stefna. Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum tekið góða hluti úr honum."

„Við spiluðum ágætlega varnarlega í seinni hálfleiknum. Við héldum ró okkar og vorum ekki að hlaupa of mikið á milli þeirra og elta þær, heldur héldum við skipulagi og náðum að loka betur á þær."

„Fyrstu 20-30 mínúturnar vorum við svolítið æstar og þorðum ekki að vera með boltann þegar við vorum búnar að vinna hann en við vissum að við værum að fara í leik sem yrði mikill eltingaleikur."

„Þetta var kannski eitthvað stress en við erum að spila á móti frábæru liði. Það eru einhverjir franskir landsliðsmenn í þessu liði og við vorum að spila á móti Frökkum um daginn með okkar atvinnumenn og það var leikur kattarins að músinni þar."

Seinni leikurinn er 31. október í París en hann vonast eftir betri frammistöðu þar.

„Við ætlum að spila betur en í dag og leggja allt í þann leik og skilja allt eftir á vellinum í Frakklandi. Leggja allt í þetta og svo koma úrslitin í ljós," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner