banner
   fös 17. janúar 2020 23:30
Fótbolti.net
Heimild: Harmageddon 
Segir stöðuna á þjóðarleikvöngum Íslands vera skandal
Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er algjör skandall að við séum með eina elstu þjóðarhöll og einn elsta þjóðarleikvang í Evrópu," sagði almannatengillinn Friðjón R. Friðjónsson í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun.

„Það er verið að eyða 70 milljónum í að gera völlinn leikhæfan fyrir umspilið og ekkert víst að það náist. Þá er annar eins kostnaður við að leika erlendis."

„Ætlum við, ein ríkasta þjóð Evrópu, að spila landsleiki í Danmörku og Noregi? Þetta er það sem við stöndum frammi fyrir ef við gerum ekki eitthvað," sagði Friðjón.

Sjá einnig:
Mikill kostnaður við að gera Laugardalsvöll

Málefni Laugardalsvallar þokast hægt en aðstæður á honum eru ekki boðlegar fyrir áhorfendur, leikmenn og starfsfólk.

„Völlurinn er hræðilegur. Ég fór með pabba þarna, hann í hjólastól, þær aðstæður eru glataðar." sagði Friðjón og benti á að land eins og Moldóva, fátækasta lands Evrópu, sé með betri þjóðarleikvang en Ísland.

„Fyrir HM 2022 verður líka umspil í mars. Ef við komumst svo langt þá lendum við í þessu aftur. Landsleikirnir eru að dreifast meira yfir árið og við gætum lent í því að geta ekki spilað heimaleiki."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner