Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 17. apríl 2024 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Komu augnablik þar sem við vorum betri
Mikel Arteta var súr á svip á hliðarlínunni
Mikel Arteta var súr á svip á hliðarlínunni
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var ekkert lengi að svekkja sig á að hafa dottið úr leik í Meistaradeildinni og segir að liðið eigi nóg eftir að spila um á tímabilinu.

Arsenal tapaði fyrir Bayern München í kvöld, 1-0, á Allianz Arena og var það nóg fyrir Bayern til að komast áfram.

Eina markið gerði Joshua Kimmich en hann kom á ferðinni inn í teig og mætti fyrirgjöf Raphael Guerreiro. Kimmich fór fram fyrir alla og stangaði boltanum af miklum krafti í netið.

„Við reyndum gegn liði sem hefur mikla reynslu og var ansi mjótt á mununum í þessu einvígi. Það komu augnablik þar sem við vorum betri,“ sagði Arteta við TNT.

„Við gáfum þeim tvö mörk og það var stórt forskot til að gefa í svona einvígi. Það var vel hægt að sjá að það var ekkert svigrúm fyrir mistök og við gerðum stór mistök þegar við vorum að verja teiginn í markinu. Það var erfitt eftir það þar sem við reyndum ýmislegt en það var erfitt.“

„Þetta er augnablikið þar sem þú stendur við hlið leikmanna og sýnir þeim stuðning. Við þurfum að standa við bakið á þeim því þetta eru mennirnir sem hafa farið með okkur á þessa vegferð.“

„Það þarf að vera mistök eða töfrandi augnablik sem venjulega opnar svona einvígi. Okkur tókst ekki að vinna fyrri leikinn í lokin, sem við gátum gert. Við vorum betri en þeir og í dag fengum við mörg augnablik þar sem við stjórnuðum leiknum, en þessi neisti í kringum teiginn er það sem þú þarft til þessa að vinna svona einvígi.“


Arsenal er enn í harðri titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er með 71 stig í öðru sæti, en Man City er á toppnum sem stendur með 73 stig.

„Það sem er fram undan er fallegt. Við eigum sex leiki eftir og erum tveimur stigum á eftir Man City. Það verður þétt dagskrá hjá öllum. Við förum í gegnum þennan sársauka í kvöld og á morgun mætum við með sama viðhorf og við komum með inn í þennan leik og vinnum vonandi Wolves“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner