Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   fös 17. júlí 2020 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Jón Sveins: Fyrirfram alveg ásættanlegt
Lengjudeildin
Jón Sveinsson þjálfari Fram
Jón Sveinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var mikið rok og það var í svolitlu hlutverki í hérna í dag en auðvitað ekkert slæmt að fá eitt stig hérna í Grindavík. Grindavík er með hörkulið og það er ekkert gefið að sækja stig hingað en mér fannst við eftirá að hyggja og kannski heilt yfir ívið sterkari.“
Sagði Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram eftir 1-1 jafntefli lærisveina hans við Grindavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 Fram

Fram komst yfir með marki Magnúsar Þórðarsonar á 36.mínútu leiksins og voru hálfleikstölur 0-1 gestunum í vil. Jón gerði taktískar breytingar og fjölgaði í vörninni í hálfleik svo eflaust hefur honum ekki þótt þægilegt að fara með naumt forskot inn í hálfleikinn.

„Nei auðvitað eins og þú segir. Vindurinn var mikill og hafði mikil áhrif á það sem gerðist og við fengum mark á okkur beint úr horni sem að fauk inn í raun og veru. Við vissum hins vegar að það væru tækifæri á móti vindinum og ef þú þorir aðeins að spila fótbolta og halda boltanum á jörðinni eins og við reyndum þá komust við í nokkur mjög álitleg færi en við náðum ekki að nýta þau.“

Fram tapaði í síðustu umferð gegn Leikni svo væntanlega var Jón nokkuð sáttur að fara frá Grindavík með þó eitt stig?

„Já alveg hárrétt. Eitt stig er í sjálfu sér ekkert slæm úrslit hér í Grindavík á móti mjög góðu liði og Grindavík mun vera að berjast um að fara upp úr þessari deild þannig að það er fyrirfram alveg ásættanlegt.“

Sagði Jón en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner