
„Það var mikið rok og það var í svolitlu hlutverki í hérna í dag en auðvitað ekkert slæmt að fá eitt stig hérna í Grindavík. Grindavík er með hörkulið og það er ekkert gefið að sækja stig hingað en mér fannst við eftirá að hyggja og kannski heilt yfir ívið sterkari.“
Sagði Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram eftir 1-1 jafntefli lærisveina hans við Grindavík suður með sjó í kvöld.
Sagði Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram eftir 1-1 jafntefli lærisveina hans við Grindavík suður með sjó í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 1 Fram
Fram komst yfir með marki Magnúsar Þórðarsonar á 36.mínútu leiksins og voru hálfleikstölur 0-1 gestunum í vil. Jón gerði taktískar breytingar og fjölgaði í vörninni í hálfleik svo eflaust hefur honum ekki þótt þægilegt að fara með naumt forskot inn í hálfleikinn.
„Nei auðvitað eins og þú segir. Vindurinn var mikill og hafði mikil áhrif á það sem gerðist og við fengum mark á okkur beint úr horni sem að fauk inn í raun og veru. Við vissum hins vegar að það væru tækifæri á móti vindinum og ef þú þorir aðeins að spila fótbolta og halda boltanum á jörðinni eins og við reyndum þá komust við í nokkur mjög álitleg færi en við náðum ekki að nýta þau.“
Fram tapaði í síðustu umferð gegn Leikni svo væntanlega var Jón nokkuð sáttur að fara frá Grindavík með þó eitt stig?
„Já alveg hárrétt. Eitt stig er í sjálfu sér ekkert slæm úrslit hér í Grindavík á móti mjög góðu liði og Grindavík mun vera að berjast um að fara upp úr þessari deild þannig að það er fyrirfram alveg ásættanlegt.“
Sagði Jón en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir