Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. janúar 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þarf tvennt að gerast til að Guðmundur fari aftur í Víking
Guðmundur Andri í leik með Víkingi síðasta sumar.
Guðmundur Andri í leik með Víkingi síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vill fá Guðmund Andra Tryggvason aftur til félagsins frá Start í Noregi.

Guðmundur Andri átti gott sumar í fyrra með Víkingi er hann skoraði átta mörk í tuttugu leikjum í Pepsi Max-deildinni og Mjólkurbikarnum. Hann hjálpaði Víkingi að verða bikarmeistari í fyrsta skipti síðan 1971.

Hinn tvítugi Guðmundur er samningsbundinn norska úrvalsdeildarfélaginu Start út þetta ár.

„Það er erfitt að vera að tala um leikmenn sem eru samningsbundnir öðrum félögum - gamla klisjan," sagði Arnar. „Ef hann verður fáanlegur þá munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná honum."

„Það þarf þá tvennt að gerast. Start þarf að vilja selja hann og Guðmundur Andri þarf að vilja að koma. Við munum finna einhverja leið til að landa honum - flöskusöfnun eða eitthvað," sagði Arnar léttur.

Viðtalið við Arnar úr útvarpsþættinum Fótbolta.net má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Íslenski boltinn - Stór yfirlýsing frá Víkingi
Athugasemdir
banner
banner
banner