Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   sun 18. febrúar 2024 17:28
Ívan Guðjón Baldursson
De Zerbi: Rauða spjaldið breytti leiknum
Mynd: EPA
Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, svaraði spurningum eftir 0-5 sigur á útivelli gegn botnliði Sheffield United í dag.

Heimamenn í Sheffield misstu Mason Holgate af velli með beint rautt spjald snemma leiks og réðu ekki við fullskipað lið gestanna.

„Við erum mjög ánægðir með sigurinn en þetta rauða spjald breytti leiknum. Þetta hefði verið mikið erfiðari leikur ef þeir hefðu ekki misst mann af velli, við hefðum líka viljað sigra 11 gegn 11," sagði De Zerbi. „Ég get ekki sagt hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun að reka hann af velli vegna þess að ég hef ekki séð endursýningu, en það er ekki í mínum verkahring.

„Það var mikið auðveldara fyrir okkur að sækja án þess að opna vörnina útaf því að við vorum manni fleiri. Það var erfiðara fyrir þá að beita skyndisóknunum sínum verandi einum færri."


Þrátt fyrir góða frammistöðu segir De Zerbi enn vera margt í leik Brighton sem þarf að laga.

„Við þurfum að einbeita okkur meira að stuttum, öruggum sendingum og að hafa marga leikmenn nálægt boltanum. Við erum ekki nógu góðir í að bregðast fljótt við þegar við töpum boltanum til að stöðva mögulegar skyndisóknir."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner