Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
   þri 18. júní 2024 23:26
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður með frammistöðuna, mér fannst við klárlega verðskulda stig og það fleiri en eitt," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 2-2 jafnteflið gegn Víkingi í stórleik kvöldsins.

Hann segist hafa fundist sitt lið hafa verið miklu betra í leiknum þegar á heildina er litið.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

„Auðvitað er það þannig þegar þú skorar í blálokin ertu að bjarga þessu stigi en þegar þú ert búinn að fá nokkur fín færi á undan, og vorum með þá eiginlega allan seinni hálfleikinn. Við vorum með mörg ansi góð upphlaup en Ingvar (markvörður) var frábær fyrir þá í dag."

Arnar Grétars telur að það hafi verið hárrétt hjá dómara leiksins að dæma vítið á Ingvar í lokin, sem tryggði Val stig úr leiknum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Arnar sig meðal annars um vítin hjá Gylfa, félagaskiptagluggann og Evrópudráttinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner