Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
   mið 18. júlí 2018 21:13
Elvar Geir Magnússon
Arnar Sveinn fer yfir vítin: Ég bara skil þetta ekki
watermark Arnar Sveinn í baráttunni í leiknum í kvöld.
Arnar Sveinn í baráttunni í leiknum í kvöld.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
watermark
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
„Það er erfitt að taka þessu, maður er að spila í Meistaradeild Evrópu og býst við einhverju betra en þetta og þá er ég að tala um fyrir bæði lið," sagði Arnar Sveinn Geirsson við Fótbolta.net í kvöld eftir 3-1 tap gegn Rosenborg í Meistaradeildinni en það sauð á Arnari yfir dómgæslunni í leiknum.

Lestu um leikinn: Rosenborg 3 -  1 Valur

Valur fékk á sig tvö undarleg víti í leiknum og Rosenborg það þriðja en öll voru vægast sagt slæmur dómur.

„Það eru þrjú víti í dag sem eru ótrúleg," sagði Arnar Sveinn. „Hann fer í hendina á mér, það er engin spurning, en að hann geti dæmt hendi á það. Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég veit ekki hvað Haukur Páll á að gera við hendina á sér og ég veit ekki hvað Rosenborgarleikmaðurinn á að gera við hausinn á sér? Ég bara skil þetta ekki."

„Maður verður smá tíma að meðtaka þetta. Þetta er erfitt, þetta er svekkjandi og ósanngjarnt."


Staðan var markalaus í hálfleik en seinni hálfleiknum fór dómarinn að taka til sinna ráða. Arnar Sveinn fór yfir það sem gerðist.

„Þeir fá fyrsta vítið, sem er ekki víti. Það breytir leiknum úr 0-0 sem var það sem við ætluðum að gera. Þeir skora og komast 1-0 yfir," sagði hann.

„Eftir það breytist leikurinn og þeir fá meira sjálfstraust. Þeir komast í 2-0 en við höldum trúnni eftir það og fáum víti sem við áttum ekki að fá, 2-1. Við höldum svo leikinn út þar til hann ákveður að dæma víti."

„Hann meira að segja byrjar á að hrissta hausinn og neita því að það sé víti, þegar Rosenborg leikmennirnir þyrpast af honum breytir hann."


Viðtalið má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner