Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mið 18. júlí 2018 21:13
Elvar Geir Magnússon
Arnar Sveinn fer yfir vítin: Ég bara skil þetta ekki
watermark Arnar Sveinn í baráttunni í leiknum í kvöld.
Arnar Sveinn í baráttunni í leiknum í kvöld.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
watermark
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
„Það er erfitt að taka þessu, maður er að spila í Meistaradeild Evrópu og býst við einhverju betra en þetta og þá er ég að tala um fyrir bæði lið," sagði Arnar Sveinn Geirsson við Fótbolta.net í kvöld eftir 3-1 tap gegn Rosenborg í Meistaradeildinni en það sauð á Arnari yfir dómgæslunni í leiknum.

Lestu um leikinn: Rosenborg 3 -  1 Valur

Valur fékk á sig tvö undarleg víti í leiknum og Rosenborg það þriðja en öll voru vægast sagt slæmur dómur.

„Það eru þrjú víti í dag sem eru ótrúleg," sagði Arnar Sveinn. „Hann fer í hendina á mér, það er engin spurning, en að hann geti dæmt hendi á það. Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég veit ekki hvað Haukur Páll á að gera við hendina á sér og ég veit ekki hvað Rosenborgarleikmaðurinn á að gera við hausinn á sér? Ég bara skil þetta ekki."

„Maður verður smá tíma að meðtaka þetta. Þetta er erfitt, þetta er svekkjandi og ósanngjarnt."


Staðan var markalaus í hálfleik en seinni hálfleiknum fór dómarinn að taka til sinna ráða. Arnar Sveinn fór yfir það sem gerðist.

„Þeir fá fyrsta vítið, sem er ekki víti. Það breytir leiknum úr 0-0 sem var það sem við ætluðum að gera. Þeir skora og komast 1-0 yfir," sagði hann.

„Eftir það breytist leikurinn og þeir fá meira sjálfstraust. Þeir komast í 2-0 en við höldum trúnni eftir það og fáum víti sem við áttum ekki að fá, 2-1. Við höldum svo leikinn út þar til hann ákveður að dæma víti."

„Hann meira að segja byrjar á að hrissta hausinn og neita því að það sé víti, þegar Rosenborg leikmennirnir þyrpast af honum breytir hann."


Viðtalið má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner