Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
   mið 18. júlí 2018 21:13
Elvar Geir Magnússon
Arnar Sveinn fer yfir vítin: Ég bara skil þetta ekki
watermark Arnar Sveinn í baráttunni í leiknum í kvöld.
Arnar Sveinn í baráttunni í leiknum í kvöld.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
watermark
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
„Það er erfitt að taka þessu, maður er að spila í Meistaradeild Evrópu og býst við einhverju betra en þetta og þá er ég að tala um fyrir bæði lið," sagði Arnar Sveinn Geirsson við Fótbolta.net í kvöld eftir 3-1 tap gegn Rosenborg í Meistaradeildinni en það sauð á Arnari yfir dómgæslunni í leiknum.

Lestu um leikinn: Rosenborg 3 -  1 Valur

Valur fékk á sig tvö undarleg víti í leiknum og Rosenborg það þriðja en öll voru vægast sagt slæmur dómur.

„Það eru þrjú víti í dag sem eru ótrúleg," sagði Arnar Sveinn. „Hann fer í hendina á mér, það er engin spurning, en að hann geti dæmt hendi á það. Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég veit ekki hvað Haukur Páll á að gera við hendina á sér og ég veit ekki hvað Rosenborgarleikmaðurinn á að gera við hausinn á sér? Ég bara skil þetta ekki."

„Maður verður smá tíma að meðtaka þetta. Þetta er erfitt, þetta er svekkjandi og ósanngjarnt."


Staðan var markalaus í hálfleik en seinni hálfleiknum fór dómarinn að taka til sinna ráða. Arnar Sveinn fór yfir það sem gerðist.

„Þeir fá fyrsta vítið, sem er ekki víti. Það breytir leiknum úr 0-0 sem var það sem við ætluðum að gera. Þeir skora og komast 1-0 yfir," sagði hann.

„Eftir það breytist leikurinn og þeir fá meira sjálfstraust. Þeir komast í 2-0 en við höldum trúnni eftir það og fáum víti sem við áttum ekki að fá, 2-1. Við höldum svo leikinn út þar til hann ákveður að dæma víti."

„Hann meira að segja byrjar á að hrissta hausinn og neita því að það sé víti, þegar Rosenborg leikmennirnir þyrpast af honum breytir hann."


Viðtalið má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir