Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   fim 18. júlí 2019 21:38
Egill Sigfússon
Pálmi Rafn: Þurftum að skeina okkur verulega
Pálmi Rafn og Rúnar Kristinsson á góðri stundu
Pálmi Rafn og Rúnar Kristinsson á góðri stundu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fékk Molde í heimsókn í seinni leik liðana í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld eftir að hafa tapað fyrri leiknum í Noregi 7-1. Leikurinn i kvöld var tíðindalítill og endaði með markalausu jafntefli og KR er því dottið úr Evrópu þetta árið.

Pálmi Rafn Pálmason leikmaður KR sagði að þeir hafi ætlað sér að sýna í kvöld að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í fyrri leiknum og sagði að leikurinn í kvöld hefði verið mjög lokaður og ekki mikið fyrir augað.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Molde

„Þetta var kannski ekki alveg opnasta leikurinn sem hefur verið spilaður hérna eða bara almennt. Eftir afhroðið i Noregi ætluðum við að sýna aðeins úr hverju við værum gerðir, ætluðum nú að reyna að vinna þetta en 0-0 er töluvert skárra en 7-1. Þetta var ekki mikið fyrir augað og 0-0 er kannski lýsandi fyrir hann."

Pálmi spilaði í mörg ár úti í Noregi og segir að það sé klárlega getumunur á milli deildana þótt 7-1 sé ekki alveg réttur getumunur.

„Þetta er orðin svo þreytt umræða að við séum eitthvað betri en Norðmennirnir, það er hærra level þarna, kannski ekki 7-1 munurinn en það er eðlilega getumunur. Þeir eru að vinna með allt aðrar upphæðir fjárhagslega en við. Við erum alltaf að brúa bilið en eins og ég segi þá er fyrri leikurinn ekki alveg sá munur sem er í raun og veru."
Athugasemdir
banner