Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fim 18. júlí 2019 21:38
Egill Sigfússon
Pálmi Rafn: Þurftum að skeina okkur verulega
Pálmi Rafn og Rúnar Kristinsson á góðri stundu
Pálmi Rafn og Rúnar Kristinsson á góðri stundu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fékk Molde í heimsókn í seinni leik liðana í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld eftir að hafa tapað fyrri leiknum í Noregi 7-1. Leikurinn i kvöld var tíðindalítill og endaði með markalausu jafntefli og KR er því dottið úr Evrópu þetta árið.

Pálmi Rafn Pálmason leikmaður KR sagði að þeir hafi ætlað sér að sýna í kvöld að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í fyrri leiknum og sagði að leikurinn í kvöld hefði verið mjög lokaður og ekki mikið fyrir augað.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Molde

„Þetta var kannski ekki alveg opnasta leikurinn sem hefur verið spilaður hérna eða bara almennt. Eftir afhroðið i Noregi ætluðum við að sýna aðeins úr hverju við værum gerðir, ætluðum nú að reyna að vinna þetta en 0-0 er töluvert skárra en 7-1. Þetta var ekki mikið fyrir augað og 0-0 er kannski lýsandi fyrir hann."

Pálmi spilaði í mörg ár úti í Noregi og segir að það sé klárlega getumunur á milli deildana þótt 7-1 sé ekki alveg réttur getumunur.

„Þetta er orðin svo þreytt umræða að við séum eitthvað betri en Norðmennirnir, það er hærra level þarna, kannski ekki 7-1 munurinn en það er eðlilega getumunur. Þeir eru að vinna með allt aðrar upphæðir fjárhagslega en við. Við erum alltaf að brúa bilið en eins og ég segi þá er fyrri leikurinn ekki alveg sá munur sem er í raun og veru."
Athugasemdir
banner
banner