Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fim 18. júlí 2019 21:38
Egill Sigfússon
Pálmi Rafn: Þurftum að skeina okkur verulega
Pálmi Rafn og Rúnar Kristinsson á góðri stundu
Pálmi Rafn og Rúnar Kristinsson á góðri stundu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fékk Molde í heimsókn í seinni leik liðana í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld eftir að hafa tapað fyrri leiknum í Noregi 7-1. Leikurinn i kvöld var tíðindalítill og endaði með markalausu jafntefli og KR er því dottið úr Evrópu þetta árið.

Pálmi Rafn Pálmason leikmaður KR sagði að þeir hafi ætlað sér að sýna í kvöld að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í fyrri leiknum og sagði að leikurinn í kvöld hefði verið mjög lokaður og ekki mikið fyrir augað.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Molde

„Þetta var kannski ekki alveg opnasta leikurinn sem hefur verið spilaður hérna eða bara almennt. Eftir afhroðið i Noregi ætluðum við að sýna aðeins úr hverju við værum gerðir, ætluðum nú að reyna að vinna þetta en 0-0 er töluvert skárra en 7-1. Þetta var ekki mikið fyrir augað og 0-0 er kannski lýsandi fyrir hann."

Pálmi spilaði í mörg ár úti í Noregi og segir að það sé klárlega getumunur á milli deildana þótt 7-1 sé ekki alveg réttur getumunur.

„Þetta er orðin svo þreytt umræða að við séum eitthvað betri en Norðmennirnir, það er hærra level þarna, kannski ekki 7-1 munurinn en það er eðlilega getumunur. Þeir eru að vinna með allt aðrar upphæðir fjárhagslega en við. Við erum alltaf að brúa bilið en eins og ég segi þá er fyrri leikurinn ekki alveg sá munur sem er í raun og veru."
Athugasemdir
banner