Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fim 18. júlí 2024 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Leiknismenn heimsóttu Njarðvíkinga suður með sjó á Rafholtsvöllinn í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. 

Leiknismenn höfðu tapað síðustu tveim leikjum sínum í deild og vonuðust til þess að snúa því við á móti Njarðvíkingum en svo varð ekki raunin.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  2 Leiknir R.

„Mikil vonbrigði. Mikil, mikil vonbrigði. Vorum grátlega nálægt því að jafna þetta hérna á síðustu mínútunum en það tókst ekki svo það eru bara vonbrigði að koma hérna og fá ekkert út úr leiknum." Sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis eftir tapið í kvöld.

Leiknismenn komust snemma yfir í leiknum en misstu svo leikinn frá sér. 

„Það var pirrandi að ná ekki að halda út inn í hlé afþví að við tókum ekki mikinn þátt í fyrri hálfleiknum. Menn voru ekki að vinna vinnuna sína og voru ekki að vinna fyrir hvorn annan og liðið. Við áttum svo sem ekkert skilið að fara með jafntefli inn í hálfleikinn en auðvitað hefðum við kosið það." 

„Stóran hluta af seinni hálfleiknum þá erum við betra liðið og sköpum okkur færi en fáum á okkur klaufalegt mark þannig að þeir komast í 3-1 og þá er þetta orðið aðeins þyngra en það var allt annað lið sem að mætti hjá okkur í seinni hálfleikinn heldur en spilaði fyrri hálfleikinn og það er hægt að hrósa þeim fyrir það en við þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu." 

Nánar er rætt við Ólaf Hrannar Kristjánsson þjálfara Leiknis í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner