Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 18. júlí 2024 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Leiknismenn heimsóttu Njarðvíkinga suður með sjó á Rafholtsvöllinn í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. 

Leiknismenn höfðu tapað síðustu tveim leikjum sínum í deild og vonuðust til þess að snúa því við á móti Njarðvíkingum en svo varð ekki raunin.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  2 Leiknir R.

„Mikil vonbrigði. Mikil, mikil vonbrigði. Vorum grátlega nálægt því að jafna þetta hérna á síðustu mínútunum en það tókst ekki svo það eru bara vonbrigði að koma hérna og fá ekkert út úr leiknum." Sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis eftir tapið í kvöld.

Leiknismenn komust snemma yfir í leiknum en misstu svo leikinn frá sér. 

„Það var pirrandi að ná ekki að halda út inn í hlé afþví að við tókum ekki mikinn þátt í fyrri hálfleiknum. Menn voru ekki að vinna vinnuna sína og voru ekki að vinna fyrir hvorn annan og liðið. Við áttum svo sem ekkert skilið að fara með jafntefli inn í hálfleikinn en auðvitað hefðum við kosið það." 

„Stóran hluta af seinni hálfleiknum þá erum við betra liðið og sköpum okkur færi en fáum á okkur klaufalegt mark þannig að þeir komast í 3-1 og þá er þetta orðið aðeins þyngra en það var allt annað lið sem að mætti hjá okkur í seinni hálfleikinn heldur en spilaði fyrri hálfleikinn og það er hægt að hrósa þeim fyrir það en við þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu." 

Nánar er rætt við Ólaf Hrannar Kristjánsson þjálfara Leiknis í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner