Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 18. júlí 2024 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Leiknismenn heimsóttu Njarðvíkinga suður með sjó á Rafholtsvöllinn í 13.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld. 

Leiknismenn höfðu tapað síðustu tveim leikjum sínum í deild og vonuðust til þess að snúa því við á móti Njarðvíkingum en svo varð ekki raunin.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  2 Leiknir R.

„Mikil vonbrigði. Mikil, mikil vonbrigði. Vorum grátlega nálægt því að jafna þetta hérna á síðustu mínútunum en það tókst ekki svo það eru bara vonbrigði að koma hérna og fá ekkert út úr leiknum." Sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis eftir tapið í kvöld.

Leiknismenn komust snemma yfir í leiknum en misstu svo leikinn frá sér. 

„Það var pirrandi að ná ekki að halda út inn í hlé afþví að við tókum ekki mikinn þátt í fyrri hálfleiknum. Menn voru ekki að vinna vinnuna sína og voru ekki að vinna fyrir hvorn annan og liðið. Við áttum svo sem ekkert skilið að fara með jafntefli inn í hálfleikinn en auðvitað hefðum við kosið það." 

„Stóran hluta af seinni hálfleiknum þá erum við betra liðið og sköpum okkur færi en fáum á okkur klaufalegt mark þannig að þeir komast í 3-1 og þá er þetta orðið aðeins þyngra en það var allt annað lið sem að mætti hjá okkur í seinni hálfleikinn heldur en spilaði fyrri hálfleikinn og það er hægt að hrósa þeim fyrir það en við þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu." 

Nánar er rætt við Ólaf Hrannar Kristjánsson þjálfara Leiknis í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner